Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 32
28
aptur pennann og fór að skrifa. Loksins stökk
hann upp og hringdi.
•Frangoistl sagði hann við þjóninn, sem kom inn.
• Láttu vagninn minn undir eins koma. þegar á
allt er litið«, sagði hann svo sem við sjálfan sig,
»er betra að fara til hans nú þegar. Maðurinn
kann að vera svo veikur og líf hans í hættu. |>að
er ekki nema klukkustundar verk; jeg hefi nægan
tíma, áður en fyrirlestrarnir byrja. Yið verðum,
herra Walpole\ að vitja um veslinginn«, sagði pró-
fesssorinn og snöri sjer að mjer. »Iíomið. Jeg
vil heyra álit yðar um veikindi hans«.
Fyrirlestrarnir og eirplöturnar voru lagðar til
hliðar, en við ókum gegn um strætin með svo
miklum hraða, að öll líkindi voru til, að við mund-
um bæði hálsbrjóta okkur og hestinn, því að lækn-
irinn, sem var í mikilli geðshræringu, veifaði svip-
unni um eyru hans.
f>á er við vorum komnir að húsinu og stigum
úr vagninum, hugsaði jeg með mjer: »þ>að getur
vel verið, að tilfinning bóndans, svo sem þjer
Sögðuð herra barón! sje eins sár og konungsins.
En það er víst, að þjer eruð ekki hneigðir til að
snúa greininni við á hinn veginn«.
Vatnsberinn var sannarlega mikið veikur, og
það var ólíklegt, að hann hefði lifað lengi, ef hann
enga hjálp hefði fengið. Við komum fyrst á hinni
11. stundu. Hann bjó í vesælu hreysi og lá á
hálmpoka, og vantaði allar lífsnauðsynjar. Hann
hafði sýkzt af skorti á hollri fæðu og hreinu lopti.
Helmingur þjáninga mannkynsins sprettur af því.
Baróninn sá undir eins, að ekkert var hægt að