Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 80
r
76
brauð. Jeg keypti tvær kringlur að henni og gaf
börnunum þær. Drengurinn fór undir eins að borða
sína kringlu, en stúlkan kom hlaupandi og kyssti
á höndina á mjer. Jeg rjetti henni þá fáeina skild-
inga og fór veg minn. Jpegar jeg kom þangað í
næsta skiptið, mundi jeg eptir börnunum á vegin-
um. Keypti jeg þá tvær kringlur og stakk þeim
í vasa minn. jþau voru einmitt á sama blettinum
og í fyrra skiptið. Stúlkan sat og studdi olnbog-
unum á knjen og huldi andlitið í höndum sjer.
Drengurinn lá við fæturna á henni og ljek sjer að
blómum. þegar jeg kom nær, kastaði hann blóm-
unum frá sjer, rjetti litlu höndina til mín og hróp-
aði í sífellu: »Mam, mam!« Stúlkan stóð upp og
brosti framan í mig, og jeg sá, að hún hafði grátið.
Jeg gaf þeim brauðið og nokkura smáskildinga og
spurði: »Hverrar stjettar fólk eru foreldrar ykkar,
börn mín?« »Við eigum enga foreldra», svaraði hún.
»Hjá hverjum eruð þið þá? og hvar eigið þið heima?«
spurði jeg ennfremur.
•Jparna býr afi okkar«, svaraði hún og benti mjer.
»Hvað vinnur hann ?» spurði jeg. »Hann er við
moldarverk þarna uppi», svaraði hún. það var þá
einmitt í aldingarðinum mínum, sem hann vann.
•þegar hann fer til vinnu á morgnana og veðrið er
gott, fer hann hingað með okkur og sækir okkur
svo á kvöldina. »En fáið þið þá ekkert að borða
allan daginn?# spurði jeg aptur. «Jú, um miðjan
daginn», sagði hún, »færir hann afi okkur kvöld-
matinn sinn«. Jeg var innilega hrærður og ásetti
mjer að hjálpa þeim, en jeg vildi ekki ganga undir
eins heim að skemmtigarðinum, svo að ekki yrði