Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 81
77
tekið eptir mjer, og jeg vildi heldur koma síðar
heim til þessarra veslinga og gekk því veg minn
í þetta sinn.
jpegar jeg kom til Láru, mætti jeg þar ungum
ókunnum manni, sem var blátt áfram klæddur, en
var þó einlægt nefndur: »herra greifi !« Síðar frjetti
jeg, að hann var yfirherforingi. f>að leit út fyrir,
að hann væri þar nokkuð kunuugur, því að hann
talaði og gjörði að gamni sínu við þær mæðgur.
Jeg fann, að afbrýðissemis-broddur stakk hjarta
mitt. þá er hann var farinn, ljet jeg þær skilja
á mjer, að mjer var ekki rótt iunanbrjósts.
»Hús mitteropið fyrirhverjum heiðarlegum manni,
og sjerhver stúlka, sem er frjáls og óháð nokkurum
manni«,sagði móðirLáru oghúnlagði sjerstaka áherzlu
á síðustu orðin, »ætti að hafa leyfi til að tala við
sjerhvérn heiðvirðan mann, án þess aö hneykslazt
sje á því«. I þessu þóttist jeg finna upphvatning
til mín. En jeg fann enga hvöt hjá mjer í þessu
augabragði til þess að sinna henni. Jeg varð al-
veg utan við mig og fór í burt, fyrr en jeg átti
vanda til, og þegar jeg gekk heim, gleymdi jeg al-
veg fátæku börnunum.
Nú leið heil vika, áður en jeg fjekk tækifæri til
að heimsækja hina fögru Láru. Hún var þá utan
við sig og duttlungasöm, en þó hrærð og nærri
því þreyjandi. Jeg viknaði. Astaryfirlýsingin sveif
á vörum mínum. En hún rak hana sjálf aptur
inn að hjartanu, með því að hún bað mig að koma
með sjer á Bkemmtigöngu. Við hliðina á henni
undir fagurbláa himninum eða í græna laufskálan-
um átti söngur næturgalans bezt að framleiða fjör-