Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 52
48
*
»Pátæktin er óttaleg, herra Walpole! Jeg get
þolað allt annað. Sársauka hefi jeg fundið, vein
og kvein hefi jeg hlustað á, án þess að láta hug-
fallast við tilraunir mínar við að lina þjáningar '
manna, en jeg minnist þeirra stunda, er jeg van-
megna þráði einn brauðmola, fullviss um, að allt
mannkynið væri mjer óvinveitt, að öll hjörtu væru
steinhörð gagnvart mjer, sem væri jeg sakamaður,
einungis af því að jeg var fátækur, en þá------------.
Sagði jeg: öll hjörtu?« sagði hann og leiðrjetti sig
sjálfan óðara. »það er ekki satt. Hefði svo verið,
þá stæði jeg ekki hjer og talaði um þetta*.
Baróninn þagnaði lítið eitt og hjelt síðan á-
fram.
»Hversu tignarleg sem sú staðaer,sem jeg hefi hafið
mig upp í, herra Walpole ! hversu glæsilegur sem
skeiðvöllurinn hefir verið — jeg kannast við það
þakklátlega, að mjer hefir gengið vel, — þá getið
þjer verið fullvissir uin, að það er euginn hungrað-
ur vesalingur til í þessarri þjettbyggðu borg, sem
hefir liðið meira en jeg hefi liðið, sem hefir lifað
skelfilegri tíma en jeg hefi lifað. 1 þessum höfuð-
stað skrautsins og spillingarinnar, sem til yztu
takmarka sinna hýsir hina útvöldustu nautn og
hina tilfinnanlegustu eymd, hefi jeg haft þá reynslu,
sem marga hefir sigrað og drepið, og sem líka
hefði yfistigið krapta mína, ef sá maður, sem er
orsök þess, að jeg var í kirkjunni í dag, hefði ekki
auðsýnt mjer hinn óeigingjarnasta kærleika. Pá-
tæktina í öllum hennar ýmislegu myndum hefi jeg
þekkt. Peningaskort, klæðleysi, hungur, þorsta,—
allt þetta þekki jeg vel. 1 vótrarhörkunum hefi