Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 85
81
undan mjer og var, eins og jeg, sjómaður, og jeg
vonaðist eptir, að sonur minn erfði það eptir mig,
En guði þóknaðist að hafa það öðruvísi. Hann
Var einkabarnið mitt, og konan mín er dauð fyrir
Oiörgum árum. Hann var duglegur sjómaður og
giptist á unga aldri efnilegri stúlku frá Viðbekk.
í>au áttu fimm börn, og af þeim lifa einungis þessi
tvö. Pyrir sex mánuðum síðan kom drepsótt í
húsið o'g þrjú miðbörnin dóu úr henni og móðir
þeirra líka, og í fyrra haust fórst sonur minn með
bátinn sinn og netin. Jeg er orðinn ofgamall til
þess að stunda sjómennsku og mig vantar líka á-
höldin. Jeg verð þess vegna að vinna mjer brauð
toeð súrum sveita —og vill það verða ónógt handa
okkur öllum—með því að vinna þarna uppi í garði
ríka mannsins, kæri herra! Jeg vil gjarnan grafa,
en jeg skammast mín fyrir að beiðast beininga.
Og þó sje jeg bráðum engau annan útveg. Æ !
Jeg fæ líklega það, sem jeg þarf með, því að jeg
get ekki átt mörg ár á baki. Bn þessir munaðar-
lausu veslingar«. Um leið og hann sagði þetta,
runnu tvö tár úr hinum raunalegu, sokknu augum
hans. »Hvað verður um þau|? Foreldrar tengda-
dóttur minnar eru eins fátæk og jeg er, og aðra
nána ættingja eiga þau ekld.
Guð minn góður ! það yrði þungbært, ef þau yrðu
að skilja og fara á hreppinn«.
þegar hann sagði þetta, lagði hann hruma hönd
á höfuð stúlkunnar, og horfði angurblíður til drengs-
ins sofanda.
»|>ið skuluð ekki skilja; þið skuluð öll verða
6