Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 114
110
hundruð, en gefðu mjer eitt hundraðið. Mjerþykir
leiðinlegt að þurfa að fara að kvabba á Ólafi, jafn-
skjótt og jeg er komin til hans. Jeg hefi og ekki
báið mig nægilega út með fötum og öðru.
Eptir litla þögn taldi hann hundrað dali af, rjetti
þá að henni og sagði :
»Fyrir hlýðni þína er ekkert ofgjört«. Hún
þakkaði honum gjöfina og fór rit. Hún gekk að
háum og vel vöxnum manni á meðal veizlugestanna
og sagði við hann í hálfum hljóðum :
»Jóhaunes ! Villtu veita mjer fárra augnablika
áheyrn ?»
#Gjarna«, svaraði hann.
Gengu þau svo bæði inn í svefnherbergi hennar,
og lokaði hún hurðinni á eptir þeim.
»Vitlu reynast mjer trúr og þögull vinur, Jóhann-
es ?« spurðí hún.
»Já, í öllu, sem jeg get».
»f>ú gjörir þá vel.—Hvert ætlaði Sigurður bróðir
þinn ?« »Jeg veit það ógjörla. Hann langar til að
menntast einhvern veginn, en hann vantar, eins
og fleiri, fje til þess. En ekki er hægt í fljótu bragði
að koma þessum litla arfi hans í peninga, sem
stendur inni hjá mjer, enda mundi það lítið hrökkva.
En gáfur og þrek hefir hann, þó að ungur sje«.
•Komdu þessum peningum til hans undir þínu
nafni, en lát mín hvergi við getið«, sagði hún, um
leið og hún rjetti honum sjóð þann, er faðir henn-
ar hafði gefið henni, »Um fram allt —mundu mig
um að segja honum ekki, að þetta sje frá mjer.
•—Villtu gjöra þetta ?»
»því skal jeg lofa þjer, en — ».
»Ekkert en.