Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 54
50
varð jeg að hátta svangur. Jeg stóð nú einmana
uppi og átti ekki einn einasta skilding. Ef kona
nokkur, sem bjó neðar í sama húsi, hefði ekki gefið
mjer brauðbita, hefði jeg orðið að grípa til einhverra
óyndisúrræða, til þess að fullnægja kröfum náttúr-
unnar. Jeg man ekki gjörla, hvernig jeg fór að við-
halda lífinu í nokkura daga, en jeg man vel, að jeg
heyrði talað um einn aðalborinn mann, nafntogaðan
fyrir ógrynni auðæfa, og fyrir góðgjörðasemi og all-
ar þær dyggðir, sem heimurinn svo ríkulega skreytir
þá með, sem hafa hamingjunnar gæðum að fagna.
Einu sinni þá er jeg fann mig hrifinn af nokkurs
konar andagipt og illa endurgoldnu trausti, settist
jeg niður og samdi bænarskrá til þessa mikilshátt-
ar herramanns. Jeg talaði sem höfðingi í aDdans
ríki talar til annars,— sem maður, er gengur hina
erviðu leið gegu um þrengingar og volæði til tign-
ar og heiðurs, og bað einungis um mola þá, er
fjellu af borðum hins ríka, til þess að geta örugg-
ur haldið áfram hinu þunga starfi mínu. Jeg bað
með fyrirlitlegri auðmýkt um þessa mola, og fjekk
í þeirra stað ósanna og ómiskunnsama áfsökun.
Hræddur og hryggur nálægðist jeg húsdyr han3
og þrælar hans ráku mig þaðan á burt. þjer hafið
gengið með mjer gegn um þessar sömu dyr. þjer
hafið verið vitni til sigurvinningar minnar við sótt-
arsæng sonar hans«.
•Eigið þjer við hans tign, sem þjer framkvæmduð
á meinskurðinn ?«
»Já«.
•Hversu lítið þekkir ríkismaðurinn alla þá eymd
og vöntun, sem mætir þeim mönnum, sem gegn