Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 16
12
komnar upp, sem gætu sannað, að sköpun jarðar-
innar væri eigi sem hún var sögð, og engar áreið-
anlegar sannanir fyrir ásigkomulagi jarðarinnar
mörgum þúsundum ára áður en hún var, svo sem
hún er nú.— jpað skiljið þjer þó ?
»Jeg skil meining yðar, herra barónla sagði jeg,
til þess að hliðra mjer við svari, «en það mundi
valda mjer mikillar sorgar, ef jeg nokkurn tíma
fjellist á hana«.
»Náttúrlega« , sagði baróninn með fyrirlitlegu
háðsbrosi. »|>jer komið frá mæðunnar landi, en þess
helgidagar eru iðrunardagar og föstudagar. Jeg
get því vel skilið, að yður mundi þykja sárt að
sleppa voninni um helvítis kvalir og eilífa fyrir-
dæming. Jeg er hræddastur um, að herra Z . . .
sje kominn svo langt á undan yður, að þjer aldrei
náið í hann«.
I þessari svipan var klappað á ytri hurðina, og
þjónn barónsins kom inn og sagði, að sjúklingur
vildi finna hann.
•Lát hann koma inn«, sagði læknirinn, og jeg stóð
upp til að fará.
•Farið þjer vel«, sagði baróninn og brosti kýmn-
islega. »Við verðum, held jeg, góðir vinir þrátt
fyrir allan yðar heilagleika. Jeg skal hafa gát á
yður. Munið þjer eptir að koma á morgun snemma
á Hotcl Dieu á klukkuslættinum. Og heyrið
þjer, herra Walpole! minnist einnig inín í bænum
yðar«.
|>essi sfðustu orð, sem hann sagði með þýðing-
armiklu augnaráði, lýstu því nærri þvi, að hanu vildi
opinberlega styggja mig, og ásetti jeg mjer fast-