Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 92
88
inginn grjet og gat varla rifið sig lausa úr fanginu
á mjer. |>á er jeg kom heim til Kaupmannahafn-
ar, bauðst mjer staða, sem mjer var mjög geðfelld
eptir þáveranda skapferli mínu. J>að átti, sem
sje, að halda rannsókn í einni af nýlendum vorum,
og mjer var boðið að bóka hana. Jeg tók þessu
tækifæri feginshendi, til þess að flýja þær stöðvar,
sem voru of nærri minni hættulegu, fögru Láru,
sem jeg gat fremur fyrirlitið en hætt að elska.
f>ó vildi jeg einu sinni enn sjá þessa hjartalausu
skepnu. Jeg vildi kveðja hana — jeg vissi ekki
hvers vegna, — því að hjarta mitt var enn í upp-
reistarástandi á móti hinni sigrandi hyggni. Jeg
vildi sýna henni, hversu lítið jeg fyndi til að skilja
við hana. Jeg vildi láta hana finna, hverjum hún
hefði hrundið frá sjer. Jeg vildi . . . Já, ef til vill
var eitthvað í sjálfum mjer, án þess að jeg sjálfur
tæki eptir því, sem vildi gjöra síðustu tilraun til
þess að bræða þetta brjóst, sem h'ktist snjónum
bæði að kulda og hvítleík.
Jeg byrjaði þá mitt sjónhverfingaspil — því
annað getúr maður ekki nefnt það — ágætlega.
Jeg talaði um atburði dagsins með sýnilegu skeyt-
ingarleysi, sem hefði jafnvel getað gjört heiður
meðbiðli mínum, hinum fjöðurljetta greifa. Jeg
flaug á fiðrildisvængjum frá einum lítilfjörlegum
hlut til annars, og — fagra fiðrildið mitt flaug
með, og núna var hún í sínu rjetta eðli, loptinu,
Andans einkunnir hennar voru nú auðþekkilegar.
En nú var kominn tími til að rífa sig lausan. Jeg
kastaði göngustaf mínum upp í loptið, og hæfði
hann aptur, og meðan jeg var að þessum leik,