Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 138
134
Rjettur giptra kvenna i Óregonx.
Fyrir nokkurum árum samþykkti ríkisþingið í
Óregon lög þau, er eptir fara, og eru þau miklu
frjálslegri en sams konar lög í nokkuru öðru fylki.
1. Eignir þær, sem kona á, er hún giptist, eða
fær síðar að gjöf eða erfðum, má ekki taka í skuldir
maúns hennar, og ekki má maðurinn heldur selja
þær eða veðsetja. En konan má stjórna eigum
sínum, selja þær og gefa, og fela öðrum til um-
sjónar en manninum, og hefir húu öll sömu ráð yfir
þeirn sem maður hennar yfir sínum eigum. Ekki
má taka eigur konunnar upp í skuldir mannsins.
2. Hvort hjónanna sem er má höfða mál á móti
hinu, til þess að fá aptur endurgoldnar eigur sín-
ar, ef hitt hefir leyfislaust tekið þær, öldungis eins
og þau væru ógipt.
3. Hafi konan gjört nokkurum manni skaða á ó-
löglegan hátt, er sjálfsagt að lögsækja hana eina, og
krefja hana um skaðabætur, nema maðurinn hafi á
einn eða annan hátt tekið þátt í því.
4. Annað hjónanna getur að lögum selt hinu
eign sína að veði eða til fullrar eignar.
5. Annað hjónanna getur veitt hinu umboð
sitt.
6. Konan getur í sínu eigin nafni lögsótt mann
sinn eða krafið hann launa fyrir vinnu sína.
7. Iíostnað við bú og barnauppeldi skal taka
af eigum þeirra beggja, eða annars þeirra, þegar
hitt er öreigi.
1) Svo nefnist ríki eitt í norðurhluta' Handan'kjanna.