Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 110
106
inig undir það vald, sem guðs og manna lög bjóða
mjer að hlýða«.
»Hyggur þú það guðs vilja að breyta þannig?
Manna lög eru það, en ekki guðs. Svik og heitrof
«ru ekki guðs lög. það, sem hann hefir hönd í bagga
með, hefir annan svip á sjer«.
»Hann leyfir það þó«, svaraði hún.
»Nei, heldur ekki það. En hann líður margt, sem
hann leyfir ekki. En við skulum sleppa þessu
hjegómamáli. þú gengur þína götu og jeg mína.
Allt hefði getað farið öðruvísi, ef þú hefðir ekki
Verið svona þverlynd. Ekki er ómögulegt, þó að jeg
sje fátækur nú, að hamingjan opni mjer einhvern
veg, og ekki er ómögulegt, að þú iðrist þá. Ef
þú hefðir af tekið að eiga Olaf, mundi faðir þinn
aldrei hafa þröngvað þjer til þess, og enn er það
ekki ofseint, ef þú vilt snúa aptur. þú getur eins
brugðið heit við Olaf og mig«.
nHyggur þú mig að vera svona Ijelega í eðlis-
fari ?» sagði hún. nHeldurðu, að jeg vilji heldur
Olaf, af því að hann er ríkari ? Nei. Trúðu mjer :
þ>ótt þú hefðir ekki átt fötin utan á þig, og þar
að auki verið lítilsmetinn maður, sem þú nú ekki
ert, hefði jeg viljað eiga þig eins vel fyrir það.
Ekkert nema hlýðnin, sem barnið á að sýna for-
eldri sínu, hefir aptrað mjer frá að halda orð og
eiða við þig. Svona er það og öðruvísi getur það
ekki verið. þótt þú yrðir konungur, mundi jeg
aldrei iðrast eptir að hafa hlýtt skyldunni! einung-
is að þú iðrist aldrei hörku þinnar við mig sak-
lausa!«
»Svo verði þá sem þú villt«, segir Sigurður, rjetti