Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 21
17
vin! hugsaði jeg með sjálfum mjer. Bn í sumum
greinum hafði hann ekki breytzt. Jeg var vitni
til, að baróninn hafði sömu meðaumkunina fyrir
veslingssjúklingunum, sömu viðleitnina til að upp-
fylla hinar margvíslegu óskir þeirra og umkvartan-
ir, sömu tilhneiginguna til að hugga þá og láta
eptir þeim, sem H . . . hafði svo mjög dáðzt að.
f>að var ekki tiltökumál, þó að hann hraðaði sjer
frá einu rúminu til annars, en ekkert óþolinmæðia-
merki sást, þó að sjúklingarnir legðu þær heimsku-
legustu spurningar fyrir hann, og ekkerfc orð, sem
gæti sært hinar viðkvæmustu tilfinningar, sagði
hann við þá. Ef einn eða annar vesalingur ljet í
ljósi, hvað sjer fjelli illa að tefja hann svo mikið,
og var að flýta sjer að tala við hann, þá var hríf-
anda að heyra, hversu Iipuriega honum tókst að
friða hann. |>ó að þessir veslingar, sem voru al-
múgamenn, hefðu verið ríkir menn og mikils metnir,
já, þó að þeir hefðu verið skilgetnir bræður hans,
hefði hann ekki getað sýnt þeim meiri nákvæmni
eða Iagt sig meira í líma fyrir þá, en hann gjörði.
A móti vilja mínum hlaut mjer að þykja væntum
baróninn sökum góðsemi hans við aumingjana.
|>að er engan veginn nauðsynlegt að dvelja leng-
ur við það, er hjer bar til. Jeg gæti skrifað út
margar síður í dagbók minni, sem gætu skemmt
þeim, er þekkja til læknisfræðinnar, en sem þar
á mófci þeim mundi leiðast, er eigi væru heima í
þeirri grein. |>að er nóg að geta þess, að þessi
oþreytanlegi sáralæknir dvaldi margar klukkustundir
i sjúkraherbergjunum, og hver sjerstakur sjúkdóm-