Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 68
64
bvílíks saknaðar það ollí mjer að skilja við bar-
óninn, og hann sá líka eptir mjer. Jeg lofaði að
skrifa honum og heimsækja hann í París, undir
eins og störf mín leyfðu það. Jeg hefi aldrei síðan
stigið fæti mínum á frakkneska grund og aldrei
sjeð hann framar. Jeg vildi þó ekki vera í óvissu
um síðari kjör vinar míns, og það,£ sem jeg enn
hefi hjer við að bæta, er útdráttur úr brjefi, sem
jeg fjekk skömmu eptir andlát barónsins, frá hans
trúa og einlæga þjóni Frangois.
I sjö ár kom presturinn árlega með gjafir sínar
í Ilotel Dieu, og í hvert skipti dvaldi liann hjá
baróninum, í fyrstunni 2—3 daga, en seinna viku
eða lengur. I annað sinn, þegar hann kom, komst
það upp, að presturinn var eitthvað skyldur Se-
bastian, hinum ógleymanlega velgjörðaföður baróns-
ins. Undir eins og hann heyrði þetta, bauð hann
hinum ráðvanda presti frítt heimili og árlega pen-
ingaupphæð til þess að lifa af. Fyrra boðið afþakk-
aði liann hæversklega, en hitt þáði hann handa fá-
tæklingunum í sókn sinni. Læknirinn og prestur-
inn urðu góðir vinir og skrifuðust opt' á. Geðslag
barónsins fór að breytast. Hann varð ekki eins
önugur, ákafur og drambsamur. Hann lærði að
sjá, að heit og innileg hluttekning í kjörum hinna
aumu, getur vel samrýmzt tilhlýðilegri virðingu
fyrir hinum háu og ríku. Hann varð lærisveinn
hins einfalda prests og upp skar gagnlega ávexti
af fræðslu hans og eptirdæmi. Sjö árum eptir
burtför mína frá París sýktist baróninn, og prest-
urinn frá Auvergne, sem hann Ijet sækja, sat við
rúm hans og huggaði hann með guðsorði. Hann