Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 72
68
öndunum*. »|>að er alveg rjett«, sagði hann, »því
að þeir leika snilldarlega og hafa mikinn skapanda
krapt til að bera, því að þeir gjöra þó nokkuð úr
engu. En það er tilfinnanlegt að sjá þá eyða gáf-
um sínum í þetta rugl, og jeg undra mig stórlega
yfir því, að þeir eru ekki fyrir löngu orðnir leiðir
á þessari vitleysu, sem stendur svo langt fyrir neð-
an íþrótt sjálfra þeirra. En, herra miun! Komið
hingað á morgun, og þá skuluð þjér fá að sjá leik-
húsið. Já, þjer skuluð sjá sumarleikhusið. Enn
þá eru menn nógu nægjusamir til þess að hafa
eiuungi8 ytra garðinn til þess. En sje þetta ekki
heimsádeila eptir ókunnan höfund, þá —«. Nú var
tjaldið dregið upp og jeg gekk út.
Á heimleiðinni gekk jeg fram hjá Pedrius og fór
inn, til þess að kynna mjer hinar nýrri bókmenntir,
og hið fyrsta, sem jeg sá, var varnarrit eitt, skrifað
með þekkingu og sjálfstæði, um stefnu vorra nú-
verandi leikhúsa. Mjer fjell það ekki í geð.
Jeg lagði þetta meistaralega varnarrit frá mjer
og teygði mig eptir öðru blaði. En í því bili sá
jeg mann standa fyrir framan mig með hendurnar
í síðunum, er einblíndi á mig. Hann gat lengi hafa
staðið þannig. Jeg horfði líka á hann. Hann
þagði, en gegnumboraði mig með augunum bók-
stafiega. Jeg varð ofboðlítið feiminn, því að mjer
flaug í hug, að þetta væri ef til vill höfundur að
leikritinu, sem jeg hafði ekki haft þolinmæði til að
heyra til enda,eða að leikhússhaldarinn væri þarna
kominn að lesa inn í hjarta mitt. Hann stóð í
sömu sporum og hrópaði: »Pjetur\• með viðkvæm-
um og hálfásakanda rómi. f>etta var fyrra nafnið