Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 137
133
jpetta horn hefir fylgt garðinum frá ómunatíð og
er ekki falt, hvað sem í boði er, jafnvel ekki þótt
boðizt hafi verið til að kaupa garðinn með, ef það
mætti ekki ganga undan honum.
Úr lifi dýranna.
Jafnvel þó að farfuglar þeir, sem fara til heitari
landa við vetrarkomu, væru fyrir löngu farnir, tóku
menn eptir því á búgarði einum í Schlesíu, að
maríuerluhjón voru eptir, og þau voru einlægt að
tína orma og flugu með þá upp { eplatrje eitt, og
komu svo brátt aptur. |>egar betur var gætt að,
sást, að inni í holu einni í eplatrjenu sat stærri
fugl, sem maríuerlurnar fæddu á.ormum þessum.
Að líkindum voru holudyrnar oflitlar fyrir hann.
Nú var holan stækkuð og inn í henni var gaukur.
jpannig rjeðst gátan. Gaukur hafði sem sje verpt
einu eggi í maríuerluhreiður, og maríuerlan ungaði
því svo út með sfnum eggjum. En er gauksung-
inn var orðinn stór, gat hanu ekki sloppið út um
holudyrnar, og fósturforeldrarnir fæddu hann þá
tueð svo mikilli þolinmæði, að þau hættu við að
ferðast með fjelögum sínum til Suðurálfunnar.
Eptir að þau á þennan hátt urðu laus við þetta
erviða starf sitt, hurfu þau þegar. Að líkindum
hafa þau haldið til Suðurálfu. En gauknum, sem
h'tið gat flogið, voru gefnar flugur og lítil fiðrildi,
°g líður vel, — segir sagan.