Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 38
34
augabragðsgeðshræringu minni ætlaði jeg að ganga
til hans og ávarpa hann, er hann allt í einu hvarf
sjónum mínum.
Aður en jeg næst sá baróninn, hafði jeg ásett
mjer að láta ekki á neinu bera, og ekki á nokkurn
hátt að láta hann vita, að jeg hefði sjeð hann og
setið um hann. Til þess knúði mig tvennt. Fyrst
vonaði jeg, að með því að hafa nákvæmlega gát á
honum, myndi jeg betur læra að þekkja eðlisfar
hans, og í annan stað vildi jeg ekki láta eins ákaf-
an og geðríkan mann, sem jeg ekki áleit einfæran
um að ábyrgjast verk sín, skoða mig sem njósn-
ara.
þ>að bar við einmitt þennan sama dag um kvöldið,
að baróninn hjelt heima hjá sjer kostulegt gesta-
boð. Hann hafði verið svo náðugur að bjóða mjer,
og jeg kom einmitt inn í salardyrnar uiidir eins og
yfirlæknirinn á Hotel Dieu.
Yfirlæknirinn og aðalsáralæknirinn heilsuðu hver
öðrum með handabandi, og eptir að þeir höfðu
skipzt nokkurum orðum á, segir yfirlæknirinn allt í
einu:
»Vel á minnzt, barón! Hvað voruð þjer að
gjöra í St. SMZpice-kirkjunni í morgun? Jeg kom
einmitt auga á yður, þegar þjer genguð þaðan«.
»Ójá«, sagði baróninn, án þess honum brigði
nokkuð. »Jeg gekk til prests nokkurs, sem er
veikur, og sem hertogafrúin af Angouleme hefir
beðið mig fyrir. þ>að var allt«.
»Já, satt að segja get jeg heldur ekki trúað, að
þjer sjeuð orðinn umventur og heilagur«.
»Nei, ekki enn, ekki enn«, sagði læknirinn. »Hjer
»