Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 145
i4l
sem er í kirkjunni, hvort sem það er af boðsgest-
unnm eða ekki. Og þar eð stundum eru fleiri en
ein brúðhjón gefin satnan sama daginn, svo eru
það margir, setn offra mörgum sinnum á dag. En
brúðmeyjarnar eru hinar hvikustu. Ef brúðgum-
inn á ógiptar systur, svo á elzta systir hans að
vera hin fyrsta brúðmær. Hin næsta er þá hin elzta
af systrum brúðarinnar, og svo áfram eptir ætterni.
Allar brúðmeyjarnar sitja saman í kirkjunni. Er
þeim raðað eptir þeirri röð, sem þær eiga að offra
í, þannig að fyrsta brúðmærin gengur fyrst inn og
situr innst í stólnum. En svo sem menn geta í-
öiyndað sjer, vill engin standa 1 skammarkrókn-
Um eða verða síðust. — jpess vegua er lítil stúlka,
8em ekki þekkir metorðagirnd, valin í það sæti.
Já, það er sagt, að ástundum verði að borga pen-
• lnga,til þess að fá einhverja til þess að sitja í skamm-
arkróknum. Brúðmeyjarnar eru þær, sem ganga
fæst brúðinni í skarti. En litlu stúlkurnar hafa
þar að auki þann sið, að þær bera í kirkjuna nieð
sjer alla klúta síua og tröf. J>egar þær ganga
fram, hafa þær með sjer stóran böggul af klútum
Undir hendinni. |>ví fleira sem er af þeim, því
betra þykir það. Brúðsveinarnir eiga að fylgja
brúðinni alstaðar, hvort sem hún fer, svo að eng-
lnn taki hana í burtu eða hafi skipti á henni.
•Einkanlega eiga þeir að leysa af henni skóna og
geyma þá yfir nóttina. Eí þeim er stolið, eða ef
°rúðinni er rænt á burtu, er það haldin mikil
svívirðing, sem opt hefir valdið f jaudskap og handa-
^ögmáli.
Jafnvel áður en brúðurin fer út iir kirkjunni,