Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 61
57
eyru, en hótaði að fleygja sjóði sínurn í Sewie-fljót,
ef jeg Ijeti hann ekki hafa vilja sinn. Loksins
ljet jeg undan og þáði hans göfuglynda boð, raeð
þeim einlæga ásetningi að gjöra allt, sem í mínu
valdi stæði, fyrir velgjörðamann minu. Fyrir pen-
inga Sebastians keypti jeg mjer bækur og bjó mig
undir að taka próf. þjer megið trúa því, að jeg
vægði mjer ekki. |>að hefðu verið ófyrirgefanleg
svik af mjer að vera latur, meðan vatnsberinn sveitt-
ist mín vegna. Jeg heiðraði hann sem föður minn,
og hann ljet mjer í tje meiri ást en hann, útburð-
urinn, sem stóð einmana í heiminum, hafði nokk-
uru sinni áður þekkt. Hann varð stoltur af mjer
og fór það í vöxt með degi hverjum. Hann vildi
láta mig bera góð klæði og mig mátti ekkert bresta,
jafnvel þó að hann brysti allt. Hann var sann-
færður um, að jeg myndi verða mikill maður. Hon-
um nægði það, og jeg vonaði hins sama. Jeg
þekkti hæfilegleika mína og fann styrkleika minn.
Jeg vissi, hvað dugnaður megnar í heiminum, og
var ekki hræddur við að reyna minn. Hvaða and-
leg áreynsla var til, sem anda mínum var ofvaxin?
Hvaða áreynsla • var hugsanleg, sem jeg ekki var
viljugur, já, sólginn í að sýna? Hvaða erviðismuni
hafði jeg að berjast við? Jeg sá enga, ellegar, ef
þeir sem allra snöggvast brugðu fyrir, hurfu þeir
undir eins fyrir mínum fasta ásetningi, að auðga
og upphefja minn elskaða, góða velgjörðaföður.
þ>essi óviðjafnanlegi maður, sem umgekkst mig sem
ástríkasti faðir, var um leið eins og kurteisasti
þjónn. Hann leyfði mjer ekki að gjöra neitt, sem
truílaði mig frá lestrinum. Hans vinsamlega um-