Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 118
114
»Anna ann þjer enn sem fyrr. En hún er skyldu-
rækinn.
»Skyldurækin! Hvað er skyldurækni ? En
við skulum ekki tala um þetta meira. þ>að
er ekki vert að ýfa illa gróin sár«, sagði Sigurður
og stóð upp, og hættu þeir svo talinu.
|>egar Sigurður fór, fjekk Jóhannes honum lOOdali,
sem hann sagðist hafa fengið hjá góðum kunningja,og
þar eð siglingarfýsn Sigurðar var svo mikil, grennsl-
aðist hann ekki frekara eptir því, hvaðan þeir voru
komnii'. Jóhannes fylgdi bróður sínum úr garði og
árnaði honum heilla og hamingju. Ekki er þess
getið, að Sigurður heimsætti þau Brekkuhjónin eða
Hlíðarhjónin 1 þetta skipti, þótt hann svo að segja
riði hjá garði þeirra.
þegar stundir liðu fram, fór Jóni gamla ekki að
líka ráðlag tengdasonar síns. En nú var um sein-
an að sjá og iðrast. Olafur fylgdi í öllu nýrri
siðum. jpað var reyndar ekkert að því. En hann
hlaut þó eins og aðrir að sníða sjer stakk eptir
vexti. Hann var sem höfðingi heim að sækja og
fargaði fje sínu meira en góðu hófi gegndi. Af því
flaut, að honum varð svo ódrjúgt í höndum, að
gamli Jón varð stundum að hlaupa undir bagga
með honum, og þó var sem varla sæi högg á vatni,
Allt þetta fjekk Jóni gamla mikillar áhyggju. |>á
bar svo til um það leiti, að sýslumaður og umboðs-
maður Ijetust, og nú var hamingja gamla Jóns og
Ólafs í Hlíð að miklu leiti undir því komin, hver
yrði sýslumaður, því að Ólafur vildi fá umboðið.
En svo fór, að Sigurður, sem var nú útlærður lög-