Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 36
32
að meðan jeg stóð þarna niðursokkinn í hugsanir
mínar, sá jeg allt í einu vin minn, baróninn. Hann
sá mig ekki, og mig langaði ekki til að endurnýja
þá óviðurkvœmilegu samræðu, sem við slepptum
um morguninn. Bn um leið og jeg vjek mjer frá
kirkjunni og litaðist um hugsunarlaust, sá jeg mjer
til undrunar, að baróninn skyggndist um til allra
hliða mjög tortryggilega, og vildi auðsjáanlega kom-
ast hjá, að fólk veitti sjer eptirtekt. Jég stóð
einmitt og hugleiddi, hvort jeg mundi sjá rjett,
eða hvort mjer sýndist þetta, þegar baróninn sjálf-
ur hóf allan efa, með því að ganga til kirkjunnar
og inn í hana, án þess að líta til hægri eða vinstri
handar. þetta var sannlega allt of markvert at-
vik til þess, að jeg aðgætti það ekki nákvæmar.
Jeg snöri undir eins aptur, og gekk á eptir guð-
leysingjanum inn í það musteri, sem hann gat
ekki haft neitt erindi inn í. Hafi undran mín
verið mikil, þegar jeg stóð fyrir utan hið helga
hús, þá varð hún þó enn meiri, er jeg kom inn,
og sá í þeim hluta þess, er kallast madonnu-kap-
ella, minn óútgrundanlega vin, hinn trúarlausa
barón, krjúpa þar og biðjast fyrir með miklum fjálg-
leik, — já.krjúpahljúgan ogbiðja, svoháttaðheyrðist,
með þeirri guðrækni sem auðið varð. Hann lá og
bað, þar til er guðsþjónustan var búin. þvínæst
lagði hann nokkura peninga í fátækrahirzluna, svo
hægo og alvarlega sem hann stæði við líkskurðar-
borðið, þar sem hann hafði unnið sínar mestu og
stærstu sigurvinningar í líkskurðarfræðinni. »Hann
hlýtur að vera vitlaus, hringlandi vitlaus«, sagði
jeg. Blygðunarlausari hræsni hefir maður ekki