Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 64
60
»
endurgoldna alla þá ástúð og umhyggjusemi, sem
hann hafði sýut sínum þakkláta fóstursyni. Hann
lifði ekki til að sjá, hvað mjer gekk vel. Hann sá
ekki út yfir það verk, sem hann hafði byrjað á.
Jprátt fyrir allar tilraunir mínar til að frelsa líf
hans, sem var mjer svo dýrmætt, fór honum æ
versnanda, og síðast gaf hann upp andann í hönd-
unum á mjer. I honum missti jeg meira en
föður«,
Baróninn þagnaði um stundarsakir. Yarir hans
skulfu og augun fylltust með tárum. Hann tók í
handlegginn á mjer og leiddi mig hægt í burtu.
Við gengum fyrst þegjandi. En loksins áttaði hann
sig og sagði:
tSebastian var, eins og jeg hefi sagt yður, guð-
hræddur maður. Trú hans var vissulega grund-
völluð á kletti. Hann heiðraði og elskaði Maríu
mey, svo sem hann mundi hafa heiðrað og elskað
sína eigin móður, hefði hann þekkt hana. Hann
hryggðisf yfir trúarleysi mínu, og talaði opt um
það málefni við mig, biðjandi og angraður, svo
sem hann hefði verið faðir minn. Áður en hann
dó, afhenti hann mjer alla þá peninga, sem hanr.
átti, og bað mig innilega að spara ekkert, til þess
að beðið yrði fyrir sjer í kirkjunni. Jeg hlýddi
því og sá um, að sungnar yrðu yfir honum sála-
messur. Jeg fjekk prestinn til þess nokkurum sicn-
um að heimsækja hann. Jég gjörði allt, sem jeg
gat, til að gleðja og hugga hann. |>að hefði verið
svívirðilegt af mjer að gjöra það ekki. Eann.
hræddist eilífðina, — hann, þessi rjettvísi miður,
sem var eins hreinhjartaðnr og saklaus og barn.