Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 130
126
hana, einu sinni þegar hún var að velja sjer bezta
bitann af hreindýri, sem þeir höfðu skotið.
þeir, sem sáu þessa fúlmennsku, urðu skelkaðir.
En til þess að spádómur kerlingar rættist ekki,
tóku veiðimenn þessir sig upp og reistu tjöld sín
annarsstaðar, og allt gekk sinn vanagang lengi vel.
jpeir veiddu einlægt nóg af dýrum, svo að þeir fóru
að gjöra gabb að einfeldni sinni, að trúa orðum
kerlingarinnar. Einhverju sinni vildi það til, að
nokkurir veiðimenn eltu hreindýr, og komu þangað
að, sem þeir höfðu drepið kerlinguna, og einn þeirra
drap fæti í skopi við hauskúpunni, því að beina-
grindin lá þar enn.
jpeir höfðu naumlega hrært við henni,' fyrr en
út úr augnatóptum og eyrnatóptum hennar rauk
súlumyndaður þokumökkur, sem var eintóm kvik-
indi, er ásóttu þá svo ákaft, að þeir flýðu undan
þeim út í ána. Beykurinn hjelt áfram að gjósa
upp og útbreiðast. það var hefnd hinnar gömlu
konu. jþegar þeir komu til tjalda sinna, kvaldi og
píndi mývargurinn þá, sem þar voru, og síðan eru
þessar flúgur hin mesta plága Indíána þann dag í
dag, og skoða þeir þær sem hegning fyrir vanþakk-
lætið við Manító.
Munnmælasaga meðal Indíána um flóðið mikla.
Mörgum, mörgum árum áður en hvítir menn
byggðu & meðal Indíána, voru þeir mjög fjölmennir.
|>eir höfðu nóg dýr til að veiða, nóg korn og nóg
tóbak, því að hinn mikli andi nGitchi Maniton
gaf þeim allt, sem þeir vildu, og voru þeir mjög
ánægðir og lifðu í friði sín í millum. En hinn illi