Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 123
119
nr í þvaðri heimsins en hann sjálfur veit af. Anna
elskaði Sigurð enn, ekki af því að hann var í góðri
stöðu, heldur af því að hann hafði einu sinni unnið
hið tryggva hjarta hénnar, og seint fyrnist forn ást.
Faðir hennar fjell í hugsýki. Gæfan vildi nú ekki
lengur hafa hann við háborðið. Hann var hniginn
á efra aldur og kjör hans urðu æ verri og verri.
Og hver vill lá hinum framgjarna anda, þótt hann
finni til, er hann er brotinn á bak aptur?
Nú leið að brúðkaupi Sigurðar. Kvöldið fyrir
veizluna voru þeir bræður Sigurður og Jóhannes á
eintali, því að með þeim var ávallt góð frændsemi.
Jóhannes sagði brosandi:
»Svo þú ert nærri því kvongaður, bróðir? Hvernig
hyggur þú til ráðahagsins?«
*En vel. Hví skyldi jeg annars fara að kvong-
ast ?«
»Af hefndarhug, satt að segja, held jeg. — En
hví hefirðu fengið Onnu fyrir frammistöðukonu?«
»Til þess að vita, hvort ekkert getur beygt þetta
ósveigjanlega geð. Jeg veit, að hún elskar mig!«
»Og þú hana líka«, greip Jóhannes fram í. «Ef
jeg þekki þig rjett, bróðir! þá ertu ekki ánægðari
en hún. En þú hefir lagt netið til einskis. Onnu
mun eins lítið bregða nú og þegar hún giptist
Ólafi heitnum — sjer þvernauðugt. Hún gekk bros-
andi að altarinu og seldi hjarta sitt dýrum dóm-
um, róleg og ánægð í þeirri meðvitund, að hún
einungis fullnægði skyldu sinni. En það, sem jeg
hefi sagt þjer áður, segi jeg enn. það er ekki til
veglegra hjarta en hennar. jpað er heldur ekki til-
finningarlaust, því að jeg sá, að þegar Sigurbjörg,