Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 25
21
lífæðinni, og sagði við "lækninn, ' sem hann talaði
við fyrst og hann kom:
«Ef eitthvað skyldi koma fyrir, þá látið mig vita
það«.
»Sjálfsagt. Mun honum batna?«
»A því er enginn efi. Verið þjer sælir».
•Farið þjer vel, herra barón! Hans tign gekk
þetta ágætlega«, sagði hinn auðmjúkur.
»Já, það gekk dável fyrir hans tign. Ef það
hefði fátækur gjört, hefði það ekki verið eptirtekta-
vert. Komið þjer, herra Walpole U
Að svo mæltu snöri baróninn að honum bakinu
með svo augljósri fyrirlitningu, að hann missti nú
aptur í mínum augum helming þeirrar virðingar,
er jeg nýlega hafði fengið fyrir honum.
Við sátum stundarkorn þegjandi í vagninum.
Mig langaði svo innilega til að láta honum í ljósi
undran mína, en jeg þorði það eigi, því að jeg var
hræddur um, að hann segði eitfchvað, er særði mig.
Loksins gat jeg þó ekki þagað, og sagði því: »Fyr-
irgefið, herra báróu! að jeg skuli hafa orð á því,
en aldrei héfi jeg aðdáanlegra eða merkilegra
sjeð«.
»|>á hefi jeg sjeð merkilegra«, sagði hann og
hnyklaði brýnnar og háðsbros settist á varir hans.
»Jeg hefi sjeð aðalsmann, sem velti sjer í gulli,
sem var lofaður af augnaþjónum, sem var nafntog-
aður fyrir kristilega mannást, neita beíðni fátæks
drengs, er bað hann einungis um fáeina skildinga,
til að geta haldið 1 sjer lífinu í vetrarhörkunni.
petta hefði getað valdið dauða drengsins, en hon-