Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 120
116
enn ógiptur, og hugðu margir, að hann enn mundi
unna Onnu og biðja hennar, og hefði Jón gamli
líklega ekki synjað Sigurði um ráðahaginn í þetta
skipti. En raunin sýndi, að Sigurður hugsaði ekki
svo mikið um hana og fólk hugði.
Síðla sumars reið sýslumaður eitt laugardagskvöld
til að halda uppboð í næstu sveit. Vegurinn lá
fyrir ofan bæinn á Brekku.
En síðan kvöldið göða, er hann átti taj við Jón
gamla í veizlunni, kom haun þar aldrei við, og
sama siðnum ætlaði hann að halda enn. þá varð
honum litið á Onnu, þar sem hún var að þvo við
lækinn undir hlíðinni. Honum duttu ósjálfrátt í
hug æskudraumar sínir og margir samfundir þeirra
við þenna sama læk, og hann bað fylgdarmann
sinn og skrifara að taka sjer gisting á næsta bæ,
en sjálfur kvaðst hann þurfa að finna Jón gamla.
J>eir gjörðu sem hann bauð, en hanu reið í hægð-
um sínum niður með læknum og staðnæmdist
gagnvart Onnu. Hún virtist vera að hugsa um
eitthvað, er olli henni harma.—Hún var sem upp-
máluð sorgargyðja og mælti fyrir munni sjer :
»Hvað er jeg á meðal miljónanna
af mönnum, sem að byggja jarðarskaut ?
Hvað er jeg í keðju kynslóðanna,
sem koma, lifa’ og fara svo á braut ? —
Ekkert, ekkert, utan skuggamynd,
utan bóla, dauða háð og synd«.
•Eldist árgalinn nú«, sagði sýslumaður við sjálfan
sig. fessi sjón — sorgarblærinn, sem hvíldi yfir
andliti Onnu — hreif hann svo, að hann ósjálfrátt
stýrði hestinum út af veginum.
4