Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 157
Jósefusar Flavíusar
Styrjaldar saga Gyöinga.
Formáli höfundarins.
Fyrir því er styrjöld sú, er Gyðingar áttu við
Bómverja, erhin allra stærsta, eigi alleina af þeim,
er vjer höfum átt í, heldur nær af öllum þeim, er
sögur um geta, þá er annað tveggja borg hefir við
borg átt eður þjóð við þjóð, og þeir, er um þetta
hafa ritað, haía annaðhvort eigi sjálfir við verið
eðahafabyggt sögur sínar á annarra frásögnum, og
fyrir því margt ósennilegt skráð, ella þá að þeir,
sem hafa við verið, rituðu bæði til að þóknast
Bómverjum og hafa af hatri við Gyðinga vikið frá
sannindum, og fyllt því upp sagnir sínar með lof-
tölurn annarra, en lasti hinna, og eigi svo frá sagt
Bem var, — því hefi jeg, Jósef Matthíasson, hebr-
eskur maður, borinn í Jerúsalem, prestur þar, er
bar í fyrstu vopn móti Bómverjum, en var síðan
þröngvað til við að vera til styrjaldarloka, nú
ásett mjer að rita styrjaldarsögu þessa á gríska
tungu fyrir Bómverja, fyrir því er jeg reit hana
áður á móðurmáli mínu1 austurlandamönnum til
1) Um sögu þá, er Jósefus hefir ritað á hebresku eð-
ur og þá tiðkanlegu tungu Gyðinga, er stór efi, hvort