Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 35
31
hluttekning hans fyrir þeim. það getur verið, að
faðir hans hafi verið vatnsberi, eða ef til vill hefir
ung stúlka frá Auvergne vakið til lífs hans fyrstu
s-st. Hver getur sagt, hvaða ástæða er fyrir slíkri
velvild í eins umbreytilegu og sjálfu sjer ósamkvæmu
skapferli og barónsins er«.
Já, vissulega. Sinnisfar hans var auðugt af ósam-
kvæmni og sundurleitni. Jeg hafði orðið var við
ttargt, en það var þó ekkert í samanburði við það,
sem jeg síðar sá. Hingað til hafði mig opt furðað
á barónsins undarlegu hegðan. En fljótt kom svo,
að mjer ógnaði að sjá og vera vitni til svo áþreif-
anlegrar og augljósrar sundurþykkni, sem maður
gat ekki ætlað nema vitstola manui. Yeturinn og
vorið Ieið, og sumarið, sem gaf meiri tómstundir,.
fór í hörid. það var oss líkskurðarmönnum löng
hvíld. Jeg gaf mjer lausara taum og skemmti
mjer á hinum margvíslegu skemmtistöðum þessarrar
fjölskrúðugu borgar. Einn morgun gekk jeg með
baróninum heim af sjúkrahúsinu. Við sátum stund-
arkorn og töluðum saman. Jeg man vel, að sjálf-
byrgingurinn við þetta tækifæri, jafnvel með meiri
fyndni en hann var vanur, talaði um trúarbrögðin,
og íeS verð, þó að mjer falli það illa, að játa, að
hann heldur svívirti þau. Jeg yfirgaf hann því
afarreiður, og reyndi að hafa af mjer með því að
sameina mig fólkinu, sem úði og grúði á götunum
í hinu inndæla sólskini. Jeg veit ekki, hvers vegna
jeg einmitt gekk til St. SMZpicfl-vallarins, ellegar
hvers vegna jeg nam staðar stundarkorn til að að-
gæta kirkjuna, sem stóð á vellinum. Jeg hafði
meiri ástæðu til að fjarlægja mig í skyndi, því