Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 131
327
andi nMishi Manitot var öfundsjúkur og sendi
mikið vatnsflóð til að eyðileggja jörðina, sern á
þessu tímabili var mikið sljettlendi, nema hjer og
hvar voru hávir skógar og brosandi fossar, sem
glitruðu í sólargeislunum. Vötnin brutust fram og
drekktu öllum mönnum og dýrum, nema einum
miklum lækni, sem sá flóðið koma og bjó sjer til
fleka úr sedrusviðarröptum, er hann fór upp á, og
hafði hjá sjer fáein dýr. jpegar er vatnið hækkaði,
flaut flekinn af stað, þar til er allt fór að verða
ínjög hungrað, og þegar þrír dagar voru liðnir,
vissi læknirinn, að ef hann næði dálitlu af mold,
þá mundi hann geta búið veröld til úr henni.
Bjó hann þá til reipi úr sedrusviðarberki, og batt
það um fótinn á otri og skipaði houum að fara til
botns og færa sjer dálítið af auri. Oturinn fór langt
niður', þangáð til reipið þraut, og þegar hann svo
var dreginn upp, var hann dauður, og hafði eigi
komizt í botn. jpá liðu fimm dagar, þar til er
bjórinn var sendur niður. En hann kom aptur
og hafði og ekki náð botuinum. f>á liðu enn sjö
dagar, þangað til múskatsvalskan var send niður.
Og er hún var dregin upp nær því dauð, fannst
dálítið af leðju milli framfóta hennar. Læknirinn
þandi þetta út um flekann, og þetta tók að stækka
og útbreiðast, þangað til það þakti flekann og svo
langt út fyrir hann á alla vegu, að ekkert sást út
fyrir það. |>á var tóunni skipað að fara og vita,
hvað stór veröldin væri orðin, en hún hljóp í kring
um hana á tveimur stundum. ]?á var úlfurinn
sendur og hann gekk kring um hana milli sólarlags
og sólaruppkomu. Að síðustu var buffalóuxinn