Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 33
29
hjálpa aumingjanum, meðau hann var í þessarri
holu, og skipaði honum að fara þegar á spítalann.
»-Jeg get ekki gengið«, sagði maðurinn önugur.
»Nei«. En þjer getið ekið á vagni, held jeg«, sagði
baróninn í sarna tón, »þegar jeg segi svo fyrir.
Klæðið hann«, sagði hann ennfremur, og snöri sjer
til konunnar. »Hjer er ofurlítið til að kaupa fyrir
brauð á meðan«, sagði hann og fjekk henni annan
fiinmfrankapening og skundaði svo burt. Síðar
Um daginn heimsótti baróninn aptur sjúklinginn
ú spítalanum. Hann ljet hann fara í bað og fyrir-
skrifaði honum hin nauðsynlegu Iyf. Pullan mán-
uð kom hann daglega til hans, áður honnm var
batnað, og sama daginn og hann fjekk heilbrigðis-
vottorð, gaf hann honum hest, vatnskerru og sjóð
með 5 louisdórum í.
»Farðu drýgilega með peningana«, sagði hinn
örláti gjafari, »og ef þú sýkist aptur, þá kom þú
óðar til mín«.
Vatnsberinn, sem var harðgjör maður og duglegur,
myndi hafa þakkað baróninum fyrir sig, ef hann
hefði getað, en hann stóð og skældi eins og barn.
Honum ofbuðu öll þessi kærleiksverk, sem hann
varð fyrir. Nokkurum mánuðum síðar sagði Fran-
Qois, að tveir menn vildu tala við baróninn. þá
er þeir komu inn, sá jeg, að annar þeirra var hinn
gamli kunningi minn, vatnsberinn, sem varnúorðinn
i'jóður og þriflegur. Hinn var vatnsheri líka, en
fölur og veiklulegur.
»Nú, vinur minn!« hrópaði baróninn og tók vin-
gjarulega í hönd hans. »Hvernig líður yður núna?«
I