Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 48
44
þjáningar með stöðuglyndi væri vottur hins guð-
dómlega uppruna trúarbragðanna, mundu Indíánar
í Norðurameríku og Hindúar á Indlandi vera nær
himnarríki og sannleikanum en kristnir menn. Yðar
svo nefndi mœgilegi vottura stendur eptir því á
mjög völtum fæti«.
þessi samræða endaði, eins og vanalega gengur,
líkt og hún byrjaði. Hvorugur fjellst á annars
skoðan, og við urðúm einungis ofurlítið æstir í geði.
það var allt. Tvívegis var rjett komið að mjer
að bregða honum um yfirdrepskap, þegar jeg sá
hina makalausu óskammfeilni hans. Bn jeg áttaði
mig og ásetti mjer að bíða, þar til er jeg einhvern
tíma væri viss um, að höggið með öllum sínum
þunga gæti hitt hið hjálmlausa höfuð hans.
4.
þolinmæði og hógværð hins ráðvanda gamla
prests sýndi sig einnig á sjúkrahúsinu. það var
vel tekið á móti honum og sjerlega vel farið með
hann, einkanlega sökum meðmælingarbrjefs baróns-
ins, sem einlægt ljet sjer miklu annara um hann,
en hann sjálfur vildi viðurkenna. Einlægt var
verið að draga að skera meinið, en þó kom þar
að um síðir. En hversu langvinnur og sárinda-
mikill sem meinskurðurinn var, hljóðaði sjúklingur-
inn þó aldrei, og verkið heppnaðist æ.skilega. Hvort-
tveggja var jafnaðdáanlegt, hið þolinmóða og und-
irgefna hugarfar sjúklingsins og hin dæmafáa snilld
skurðfræðingsins. þegar þessu átakanlega vei'ki
var lokið, þrýsti sáralæknirinn innilega hönd prests-
ins, og þerraði svitadropana af hans af elli hrukk-