Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Síða 21
Almattak
Utgefendur: TKorgeirson Company.
RITSTJÓRI: RICHARD BECK.
49. ár. WINNIPEG 1941
Prófessor Sveinbjörn Johnson.
Eftir Richard Beck
í hlutfalli við höfðatölu íslendinga vestan hafs,
er það óneitanlega orðinn álitlegur hópur þeirra,
karla og kvenna, sem borið hafa merki manndóms
og athafna á þarlendum vettvangi með þeim hætti,
að varpað hefir ljóma á ættlandið og þjóðstofn vorn.
Hin fögru kveðjuorð Arnar skálds Arnarsonar til
vor Vestur-fslendinga, í tilefni af íslandsför Guttorms
J. Guttormssonar, eiga því við staðreyndir að styðj-
ast, og verður hugarhlýja þeirra og aðdáunarandi
fyrir það ennþá áhrifameiri en ella væri:
“Þeir sýndu það svart á hvítu,
með sönnun, er stendur gild,
að ætt vor stóð tngum að baki
í atgervi, drengskap og snild.”
Meðal þeirra manna af íslenzkum stofni í Vest-
urheimi, sem hæst ber í þarlendu þjóðlífi, fyrir hæfi-
leika þeirra og áhrifamikið nytjastarf, er prófessor
Sveinbjörn Johnson; enda hefir hann skipað mikil-
vægar stöður og haft með höndum viðtæka menn-
ingar- og stjórnarfarslega starfsemi i tveim ríkjum
Bandaríkja Norður-Ameríku, Norður-Dakota og Illi-