Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Page 24
24
ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
úthlutun alls þess fjár, og það var feikna upphæð
jafnvel á amerískan mælikvarða, er landsstjórnin
veitti til viðreisnar atvinnuvegum í Illinois-ríki; hafði
hann það starf á hendi fram yfir áramót 1942. Er
auðvelt að gera sér í hugarlund, hvert vandaverk var
hér um að ræða og umsvifamikið að sama skapi; en
Sveinbjörn leysti það af liendi með þeim dugnaði og
þeirri gjöiíhygli, sem einkent hefir alla emhættis-
færslu og opinbera starfsemi hans.
En þó hann hafi um dagana verið hlaðinn þung-
um embætiisönnum, hefir honum nnnist timi til
næsta mikilla fræði- og ritstarfa. Hann hefir ritað
margar greinar um lögfræðileg eifni í amerísk tímarit
og endurskoðað og gefið út eitt meiriháttar lagarit.
Hér verður þó sérstaklega getið ritstarfa hans um is-
lenzk efni.
Þegar á háskólaárum sinum birti hann í rilum
Sögufólagsins í Norður-Dakota (Collcctions of the
Stnte Historical Society of Nortli Dakota, 1906) fróð-
lega og all-ítarlega ritgerð um íslenzku bygðina í
Pembina-'héraði, með nauðsynlegum inngangi um
staðhætti >og menningu á fslandi og um meginástæð-
urnar til útflutningsins þaðan vestur um haf.
Ber þessi ritgeíð það með sér, að Sveinbjörn hefir
snemma á árum verið farinn að kynna sér sögu ætt-
þjóðar sinnar, en áhugi hans og þckking á þeim
fræðum kom þó enn betur á daginn Alþingishátíðar-
árið 1930, er hann gaf út á ensku rit sitt Pioneers of
Freedom (Frumherjar frelsis), sem er stór bók og
fjallar um íslendinga og íslenzka menningu á þjóð-
veldistímabilinu. Lagði 'höfundur, að vísu, þar að
nokkru leyti til grundvallar hina vinsælu bók Jóns
Aðilis sagnfræðings: Gullöld íslendinga, en jók þó
miklu við frá sjálfum sér, svo sem hinum eftirtektar-
verða kafla um stöðu og réttindi kvenna í hinu forna
islenzka þjóðfélagi, samanborið við réttindi þeirra
á þeim tímum í öðrum menningarlöndum. Útkoma
þessa fróðlega rits var sérstaklega timabær og hin