Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Page 27
ALMANAK 1943
27
tímaritUiii eða sérprentaðar. Hann er eindreginn og
djarfmæltur lýðræðissinni, og hefir á síðari árum,
bæði áður en Bandaríkin fóru í striðið og síðan, flutt
efnismiklar og kröftugar ræður um raálstað lýðræðis-
þjóðanna. Vegur 'hann þar á báðar hendur að ein-
ræði og ofbeldisstefnum vorrar aldar. Sver hann sig
með þeim hætti eftinninnilega í ætt þeirra frumherja
frelsisins á fisllandi, er hann dáir og hefir ritað ágæt-
lega um í fyrnefndri bók sinni um það efni.
Eins og vænta má um jafn mikilhæfan mann og
athafnasaman, hefir Sveinbjörn hlotið ýmsar heiðurs-
viðurkenningar. Háskóli íslands sæmdi hann dokt-
orsnafnbót í lögfræði hátíðarárið 1930, og ríkishá-
skólinn í Norður-Dakota sýndi honum samskonar
sóma haustið 1937. Stórriddari af Fálkaorðunni var
hann gerður 1939. Hann er og félagi i ýmsum fræði-
félögum, lögfræðilegum og öðrum.
Sveinbjörn er kvæntur ágætri konu af norskum
ættum, Esther Henryetta Slette að nafni; hafa þau
eignast tvö ibörn, dóttur, er dó á ungum aldri, og son,
Paul Sveinbjörn, nú um tvítugsaldur. Voru þau kona
Sveinbjarnar og sonur hans í för með honum til fs-
lands á Alþingishátíðina; sonur hans var einnig með
honum, er hann kom snögga ferð til íslands nokkur-
um árum síðar.
Af því, sem að framan er skráð, má það vera
auðsætt, að engin þörf gerist að fjölyrða um það, að
Sveinbjörn Johnson er þjóðrækinn maður í beztu
merkingu orðsins, maður, er ann íslandi og vill veg
þess og sóma í hvívetna. Það er einnig i fullu sam-
ræmi við heillyndi hans og manndóm. Hann er, að
dómi allra, sem þekkja hann til muna, mannkosta-
eigi síður en mikill hæfileikamaður. Hann hefir borið
hreinnn skjöld og þessvegna hefir hann lika gengið
af hólmi opinberra mála með heilan skjöld, þó að
stundum hafi um hann gustað, eins og óhjákvæmilega
gerist um þá menn, sem eitthvað verulega kveður að
í stjórnmála- og starfslifi þjóðar sinnar.