Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 29
ALMANAK 1943
29
un, sveitarstjórn, smjörbússtofnun, lesti'arfélag og
trúmál.
En af því liðin eru 30 ár síðan Jón ritaði, verð
eg þar dálitlu við að bæta, á eftir sögunni, sem eg vil
helzt rita sem allra styzt að hægt er, og í annálaformi.
Nú eru liðin 54 ár síðan bygðin hófst, flestir
innflytjendurnir dánir, og synir þeirra ótrúlega minn-
isl'ausir og ófróðir um feður sína og frændur, en þeir
fáu, sem lifandi eru af landnemunum af íslandi, eru
vel fróðir og minnisgóðir, og verða glaðir og reifir
þegar farð er að spyrja þá um átthaga sína, enda læt
eg þá segja sjálfa frá, og tek ekki neina ábyrgð á, þó
eitthvað sé mishermt, eins og gerist. f Lundarbæ er
nú margt af uppgjafabændum, og mun eg rita sér-
stakan þátt um þá seinna.
Sumum bændum kom í hug að halda fimmtíu
ára afmælishátið bygðarinnar sumarið 1937, en yngri
kynslóðin sýndi þar inikið tómlæti, svo ekkert varð
af því; slíkt hefir þó vei'ið gert í flestum öðrum bygð-
um fslendinga, þó eigi hafi blómgast betur en þessi
bygð; og mun það sannast hér, að búsæld fer ekki
eftir landkostum, heldur eftir dugnaði og hagsýni
bóndans, en góða fyrirmynd gáfu fyrstu landnem-
arnir, sem komu hingað; þeir voru góðir búmenn og
snildarmenn.
Margt mun mega setja út á sögu þessa, en þó er
hér mai’gra manna getið, sem aldrei hefði minst ver-
ið, ef eg hefði ekki skráð hér æfistarf þeirra, en “að
geðjast öllum er guði um megn, þá einn vill sólskin,
vill annar regn.”
JÓN JÓNSSON frá Rauðseyjum á Breiðafirði
flutti til Ameríku 1898, og nam land á S.E. Sec. 16,
T. 20, R. 5, og bjó þar ein 10 ár og lézt þar. Fyrri
kona hans var Helga Gísladóttir, dáin um aldamótin
næstliðin, en seinni kona Jóns var Anna Brynjólfs-
dóttir; hún giftist aftur Gunnari Einarssyni. Um
afkomendur þeirra er mér alveg ókunnugt.