Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Qupperneq 32
32 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :'
atorkumaður •mikili og ráðsnjall. Árið 1920, þegar
alt var í geipiverði, seldi Sveinn 2 lönd sín og heimili
fyrir lasteign í Winnipeg en lógaði engu; bygði hann
sér þá vandað íbúðarhús á Lundar, með miðstöðvar-
hitun, sements-kjallara og raiflýst, og undi vel hag'
sinum. Sveinn hefir unnið allskonar bæjarvinnu síð-
an hann kom til Lundar, til dæmis grafið með reku
og pál 50 vatnsþrór og grýtt þær innan, sem er afar
hörð vinna, því land hér er samanbarinn malarflötur,
sem legið hefir undir vatni löngu áður en sögur fara
af. Kona Sveins, Þórbjörg Guðmundsdóttir skipa-
smiðs á Austfjörðum, var dugleg búkona og samhent
Sveini til allra framkvæmda; er nú dáin fyrir 10 ár-
um, móðurætt hennar var frá Strandhöfn í Vopna-
firði. Börn þeirra: 1. Ingibjörg, fædd 1883, gift Birni
Eyjólfssyni ættuðum af Mjóafirði, dáinn í Árborg
192(5. Hún giftist aftur Hermanni Renesse, smjör-
gerðarmanni í Árborg, og býr þar. 2. Ásmundur, fædd-
ur 1887, keypti land, % Sec. 5, T. 20, R. 5, sem hann
á enn, en dvaldi hjá föður sínum og bjó ekki á landi
sínu; hann flutti til Lundar með föður sínum og
giftist Halldóru Þorgilsdóttur smiðs; hann býr á
Lundar. 3. Kristján Vilhjálmur, fæddur 1890, keypti
einnig land og tók heimilisrétt á öðru; vann mikið á
þeim til endurbóta, en bjó ekki á þeim, heldur dvaldi
með föður sínum þar til hann giftist; þá tók hann að
stunda griparækt og fiskiveiðar. Nú býr hann norður
á Hudson Bay braut í Thicket Portage bæ, fiskar á
vetrum, en vinnur að skógarhöggi á sumrin; hann
giftist innlendri konu og eiga þau þrjú börn, stúlku
að nafni Verna Margret og tvo drengi, Guðmund og
Victor, öll orðin þroskuð. 4. Anna Sigríður, fædd
1892, giftist Jóni Björnssyni smið og útfararstjóra á
Lundar, dáin vorið 1936, þau áttu 4 börn, tvo drengi:
Svein og Björn Hallgrím, og tvær stúlkur: Fjólu og
Laufey að nafni. Sveinn bjó á Hvoli í Borgarfirði
eystra áður en ihann fór til Ameríku og keypti þá
jörð, en á hörðu árunurn 1892-3-4 svarf svo að bænd-