Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Blaðsíða 38
38
ÓLAFTJR S. THORGEIRSSON:
og vinir stóðu fyrir því, og buðu öllum bygðarmönn-
um að “gleðjast með sér á góðri stund.” Þar var
fjölmenni samankomið og ágætasta veisla úti í
skógarfundinum við heimilið. (Eg lýsti því i Lög-
bergi). Þó Daníel og Hólmfrdður séu komin á átt-
ræðisaldur, eru þau bæði fríð og sælleg enn og hafa
Daníel H. Backman.
Hólmfríður S. Kristjánsdóttir.
góða heilsu, svo þau geta notið lifsins með börnum
sínum langa tíð að eg vona.
Börn þeirra eru: 1. Kristján, fæddur 1889.
Stundaði skólanám og barnakenslu nokkur ár, en
gekk svo á Manitobaháskóla, og mentaðist svo að
hann er nú búinn að vera læknir yfir 20 ár, við góð-
an orðstír. Giftur er hann Sigurlinu óiafsdóttur
Guðmundssonar; þau eru barnlaus, en fóstra tvö
börn af snild og prýði.
2. Guðni, fæddur 1891, vel rnentur maður. Hefir
alla tið stundað búskapinn með föður sínum, og er
að nokkru leyti tekinn við öllu búinu, og fetar í fót-
spor feðra sinna, enda stendur hann vel að vigi að
færa sér í nyt þá búfræði, sem blöðin flytja í búnaðar-
bálkum eða dálkum sínum. Guðni giftist 1919,
Kristínu Sigbjörnsdóttur Benediktssonar, dáin 1929.