Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Síða 44
Kristrún Sveinungadóttir.
Eftir Jón J. Bíldfell.
Ef maður lítur til baka yfir fimtíu til sextíu ára
bil — til fyrstu frumbýlingsára íslendinga í Winni-
peg og víðar í þessari heimsálfu, þá eru það margar
myndir og minningar, sem koma fram í huga vorum,
og er það eðlilegt, því það er einmitt minnisstæðasta
og söguríkasta tímalbilið í sögu okkar Vestur-íslend-
inga. Þá voru menn að hafna sig i framtíðarland-
inu. Þá voru þeir að sýna sig í samkeppninni við
annara þjóða fólk, þá voru þeir að byrja að skipu-
leggja l'ramtíð sína, og þá voru islendingar nær hver
öðrum, og tóku meiri þátt í kjörum hvers annars, en
þeir hafa síðan gert í þessu landi. Ein kona frá
þeim árum er vist flestum fslendingum í Winnipeg,
sem þá tið muna, minnistæð, en það er hin ákveðna,
hugdjarfa og hreinlynda Kristrún Sveinung-sdóttir.
Kristrún var fædd á Keldunesi í Kelduhverfi 1
Norður-Þingeyjarsýslu á isiandi 5. ágúst 1835. For-
eldrar hennar voru Sveinungi Jónsson og Sigríður
Kristjánsdóttir, hjón i Keldunesi. Móðir Sigríðar var
Kristrún Halldónsdóttir, systir séra Björns eldra á
Garði í Kelduhverfi og Bjargar á Kjarna í Eyjafirði,
og því þremenningur við séra Björn í Laufási.
Frá æskuárum Kristrúnar hefi eg því miður fátt
að segja. Hún mun hafa orðið, eins og svo fjölda
margt af íslenzku fólki á hennar uppvaxtartíð, að
beygja sig fyrir siðvenjunum og kringumstæðum■
hvað svo sem skapferli, upplagi og æskuþrániun leið.
Kristín misti föður sinn á meðan að hún var
enn tiKölulega á unga aldri, og var þá sjaldnast í
mörg skjól að venda á þeim árum á íslandi fyrir
fátæklinga, sem mist höfðu fyrirvinnuna, önnur en