Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Blaðsíða 61
ALMANAK 1943
61
hefir. Hann trúði á Theodore (Teddy) Roosevelt og
segir hans líkar hafi fáir verið, ef nokkrir. Hann er
ræðinn og skemtilegur.
KARL GUÐBRANDSSON WESTMAN. — Hann
er fæddur 25. nóv. 1882 á Halldórsstöðum í Laxárdal
i Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir hans var Guðbjörg
Þórarinsdóttir Magnússonar bónda á ofannefndum
bæ, en faðir Guðbrandur Sigurðsson Brandssonar
bónda í Tröð í Hnappadalssýslu. Guðbjörg móðir
Karls var systir þeirra Páls, Sveins og Magnúsar
Þórarinssona, sem allir bjuggu á Halldói-sstöðum
eftir lát föður þeirra, Þórarins. Móðir Guðbjargar
og þeirra systkina var Guðrún Jónsdóttir ættuð úr
Skagafirði og föðursystir Magnúsar Jónssonar frá
Fjalli í Sæmundarhlíð í Skagafjarðarsýslu. En
Þórarinn faðir þeirra Halldórsstaða systkina, sem
hér er um að ræða, var móðurbróðir Magnúsar Jóns-
sonar frá Fjalli. Magnús Þórarinsson á Halldórsstöð-
um var fyrsti íslendingur að koma á fót véla-tóvinnu
og starfrækti hann það í mörg ár. Um frekari upp-
lýsingar viðvikjandi þessu fólki vísast til æfisögu
Magnúsar Jónssonar og þeirra frænda framan við
bók hans Vertíðcirlok.
Karl ólst upp með móður sinni á Halldórsstöð-
um þar til hún lézt þá er hann var tíu vetra og var
eftir það til fullorðinsára hjá móðurbræðrum sínum,
þar til hann fór vestur um haf árið 1902 beina leið
til Marietta, þar sem faðir hans þá bjó. Vann hann
eftir það hingað og þangað á nærliggjandi stöðum,
Blaine, Point Roberts og viðar við sögunarmyllur og
við fisk — laxveiðar og niðursuðu.
Karl er tvikvæntur. Fyrri konu sína Ellu Sam-
sonsdóttur misti hann úr “spönsku flúnni” sama ár
og þau giftust, árið 1918. Sama ár lézt og hálfsystir
hans Sigríður Westman, úr sömu veiki; varð skamt
á milli þeirra. Sigríður var hæfileikastúlka, útlærð
hjúkrunarkona og vann á sjúkrahúsi í Bellingham.