Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Síða 71
ALMANAK 1943
71
son, landkönnuðurinn víðfrægi, hefði kvænst Mrs.
William Baird, einni af riturum sínum, þann 10. apríl
þ. á. í Knoxville i Kentucky-ríkinu.
29. des.—útvarpað frá Winnipeg, yfir Vestur-
lands-kerfi canadiska ríkisútvarpsins, kveðju til
Vestur-íslendinga, sem Sigurgeir Sigurðsson, biskup
íslands, hafði talað á hljómplötu og Þjóræknisfélag-
ið á íslandi hafði sent Þjóðræknisfélagi íslendinga i
Vesturheimi. Átti Grettir Jóhannson, ræðismaður
í Winnipeg, hlut að útvarpinu.
Des.—Um áramótin voru þau Maria Markan, hin
víðfræga óperusöngkona, og George östlund, forstjóri,
gefin saman i hjónaband í New York borg; er foi--
stjórinn sonur Davids Östlund, sem góðkunnur er ís-
lendingum fyrir útgáfu timaritsins Frækorn og heild-
arútgáfu kvæða séra Matthíasar Jochumssonar.
— 1942 —
Jan.—f árshyrjun var Walter J. Lindal.K.C., lög-
fræðingur, skipaður af sambandsstjórn Canada dóm-
ari i héraðsrétti (County Court) Manitobafylkis fyrir
Minnedosa dómþinghá. Er hann fyi*sti íslendingur,
sem dómarasess skipar í Canada. Hann er Húnvetn-
ingur að ætt og fæddur á íslandi, en fluttist árs-
gamall vestur um haf með foreldrum sínum, Jakobi
Hannesson Lindal og önnu Hannesdóttur, árið 1888.
Embætliseið sinn tók Lindal dómari þ. 24. janúar
í þinghúsi Manitobafylkis i Winnipeg að viðstödd-
um mörgum virðingarmönnum íylkisins og öðrum
gestum.
7. jan.—Söng María Marken-östlund fyrsta
hlutverk sitt í Metrópolitan óperunni í New York,
en það var hið merkilega hlutverk Greifafrúarinnar
í “Figaro”. Hlaut hún yfirleitt mjög góða dóma fyrir
frammistöðuna. Með sigurvinningum sinum hefir
frúin brotið blað í sögu íslenzkrar sönglistar.