Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 77
ALMANAK 1943
77
15. mai—Dr. Helgi P. Briem skipaður aðalræðis-
maður íslendinga í New York, en áður hafði Agnar
Kl. Jónsson gegnt því starfi um skeið við hinn bezta
orðstír. Dr. Helgi er ágætlega lærður maður með
víðtæka reynslu að baki í utanríkismálum; hann tók
við hinu nýja starfi sínu i New York á miðju sumri.
18. maí—Huku þessir íslenzkir nemendur fulln-
aðarprófi við ríkisháskólann í Norður Dakota:
Esther Marie Gíslason ( dóttir þeirra Guðmund-
ar læknis Gíslasonar (látinn fyrir nokkrum árum)
og Esther konu hans í Grand Forks, N. Dakota), hlaut
mentastigið “Bachelor of Arts.”
G. Georgine Benson (dóttir þeirra Ásmundar lög-
fræðings Benson og Sigríðar konu hans í Bottineau,
N. Dakota), hlaut inentastigið “Bachelor of Science
and Diploma in Teaching” (kennarapróf).
Einar Kristján ólafson (sonur þeirra Haraldar
kaupmanns ólafson of Maríu konu hans að Moun-
tain, N. Dakota), hlaut mentastigið “Bachelor of
Scicence in Commerce” (verzlunarfræði); hann er
nú í Bandaríkjahernum.
22. maí—Samþykt á Alþingi íslands frumvarp
til laga um styrk til íslendinga vestan hafs til náms í
íslenzkum fræðum í Háskóla íslands. Flutnings-
maður Bjarni Ásgeir&son alþingismaður. Er með
því stigið hið merkasta spor til þess að treysta menn-
ingarsamhandið milli íslendinga beggja megin hafs-
ins.
Maí—Ræðismaður islands í Winnipeg, Grettir Leó
Jóhannson, gerir kunnugt, að Alþingi hafi veitt þeim
skáldunum dr. Sigurði J. Jóhannessyni og J. Magnúsi
Bjarnasyni skáldastyrk; ennfremur, að Bókaforlagið
Edda í ReykjaVik hafi tekið að sér heildarútgáfu á
ritum J. Magnúsar Bjarnasonar og að ljóð Einars
P. Jónssonar, ritstjóra og skálds, verði gefin út í
Reykjavík bráðlega.