Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 78
78
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Maí—í þeim mánuði var hinn ágæti íslandsvin-
ur og fjölhæfi rithöfundur, Prófessor Watson Kirk-
connell, kjörinn heiðursfélagi í Royal Canadian
Society í \iðurkenningarskyni fyrir bókmentastörf
sin. Síðar á árinu var hann einnig kosinn forseti
rithöfundafélagsins í Canada. — Samtimis var hin
víðkunna vestui'-islenzka skáldkona, Mrs. Laura
Goodman-Salverson, kosin i framkvæmdarnefnd rit-
höfundafélagsins.
4. júní—Stofnað í Winnipeg nýtt blaðamanna-
félag (“Canada Press Club”), sem ritstjórar og út-
gefendur þeirra blaða, er gefin eru út á öðrum tungu-
málum en ensku, standa að. W. J. Lindal héraðs-
réttardómari, er gengist hafði fyrir stofnun þessa
félags&kapar, var kosinn forseti hans. Auk hans
sátu þessir ísiendingar stofnfundinn af hálfu rit-
stjórnar og útgefenda: G. F. Jónasson, J. B. Skapta-
son, Einar P. Jónsson og Geir Thorgeirson.
6. júní—Á ársfundi Eimsldpafélags íslands í
Reykjavi-k var Árni G. Eggertson, K.C., lögfræðing-
ur, kosinn til eins árs í stjórnarnefnd félagsins í stað
föður síns. Ásmundur P. Jóhannson byggingar-
meistari, er átt hefir sæti í stjórnarnefndinni 21 ár,
var endurkosinn til tveggja ára. Árni tókst einnig
á hendur umboð fyrir félagið vestan hafs.
7. júní—Áttu þau Kristján G. Kristjánsson og
Svanfríður kona hans, i Eyford-bygðinni í grend
við Mountain, 65 ára giftingarafmæli; samdægurs
átti Kristján einnig 92 ára afmæli. Þau fluttu vestur
um haf til Nýjafslands 1878, en til N.-Dakota næstu
ár og eru þvi í hópi hinna fyrstu íslenzku frum-
byggja á þeim slóðum. Kristján var í för með séra
Páli Þorlákssyni, er hann fór landskoðunarferð til
Dakota seint á árinu 1878. (Smbr. Minningarrit um
50 ára landnám íslendinga i Norður-Dalcota, 1929).
12. júní—Lauk Þórhallur Ásgeirsson meistara-