Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Qupperneq 101
ALMANAK 1943
101
Eiríkur (d. 1937) og Vilborg (d. 1930) Johnson frá. Rangá
í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu, er fluttu til Vestur-
heims 1878. (Sjá æfiágrip þeirra í þáttum landnema
Árdals- og Framnes-bygða í Nýja-íslandi, Almanakið 1931).
30. Minerva Olsen (Mrs. A1 Olsen), að heimili sínu í Montrose
í Suður-Californiu í Bandaríkjunum. Fædd á Sauðár-
króki í Skagafjarðarsýslu 6. des. 1904. Foreldrar: por-
valdur Gunnarsson og Jóhanna Soffía Jóhannesdóttir
Thorwald, sem búið hafa í Stillwater, Minnesota, nærri
40 ár. Fluttist barnung vestur um haf.
í maí — Sigurður Kristinn Adólf Adólfsson, í Seattle, Wash.
Fæddur á Stokkseyri í Árnessýslu 12. des. 1880. Foreldrar'
Adólf Adólfsson, bóndi og útgerðarmaður, af hinni al-
kunnu Bergsætt, og síðari kona hans, Sigrún Gísladóttir
Sigurðssonar Thorarensen, prests að Feili í Mýrdal og í
Stokkseyrarprestakalli. Kom til Vesturheims 1905 eða 190C.
JONÍ 1942
3. Friðrik Hjálmarsson Reykjalín, í Selkirk, Man. Fæddur
9. nóv. 1873, ættaður úr Barðarstrandarsýslu, en ólst upp
í Norður-Dakota. Foreldrar: Hjálmar Friðriksson Reykja-
lín og Metta Pálsdóttir.
6. Snjólaug Guðmundsdóttir Guttormsson, að elliheimilinu
“Betel" á Gimli, Man. Ættuð frá Fossgerði I Eiðaþinghá.
98 ára að aldri. Seinni kona Jóns Guttormssonar á Víði-
völlum í Riverton, Man., föður skáldanna Guttorms og
Vigfúsar Guttormssonar.
6 Petrea Guðfinna Jónasson, að heimili sínu í Winnipeg.
Fædd 2. júní 1877 á Grænavatni við Mývatn. Foreldrar:
Porlákur Jónsson frá Grænavatni og Kristrún Péturs-
dóttir frá Reykjahlið, er komu vestur um haf 1893 og
bjuggu í Argyle og Defoe í Manitoba, nú bæði látin.
6. Oddný Bardal, kona Páls Bardals fylkisþingmanns, á
Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fædd þar í borg 29.
sept. 1894. Foreldrar: Jón O. Bergson og Margrét kona
hans.
6. Magnús Magnússon útvegsbóndi, að heimili sínu Eyjólfs-
stöðum í grend við Hnausa i Nýja-lslandi. Fæddur 7. des.
1859 í Raknadal i Patreksfirði. Foreldrar: Magnús Magnús-
son og Heiga Einarsdóttir. Kom til Vesturheims 1887 og
hafði verið búsett í Nýja-íslandi í 52 ár, full 47 ár að
Eyjólfsstöðum; athafnamaður mikill.
7. .Guðbjörg Goodman, ekkja Guðmundar Guðmundssonar
Goodman, að heimili sínu í Selkirk, Man. Fædd 3. des.
1847 í Skagafjarðarsýslu, en barnung fluttist hún með
foreldrum sínum vestur I Húnavatnssýslu og ólst þar
upp. Guðmundur og Guðbjörg bjuggu fyrst í Manarskái