Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 7
IÐUNN
Dante
t 1321 — 14. sept. — 1921.
[Það eru nú liðin rétt sex hundruð ár, síðan skáldjöfur-
inn Dante, höf. að Divina Commedia, dó, og er nú hans
og pessa ritverks hans minst um öll lönd. »Iðunn« vill
ekki verða eftirbátur annara í þessu, fremur en öðru, og
birtir hér pví kafla úr óprentuðu riti, »Róm i heiðnum
og í kristnuin sið«, eflir ritstj.]
— Mikið kefir verið talað um myrkur og fáfræði
miðaldanna. Og þó gengu þær ekki svo tii grafar,
að þær gætu sér ekki minnisvarða þann, er standa
mun óbrotgjarn í Bragatúni. Er hér átt við Dantes:
Divina Commedia. Er það hvorttveggja, að rit þetta
mun jafnan talið til höfuðskáldrita heimsbókment-
anna, enda gefur það svo glögga og mikilfenglega
mynd af allri trúar- og heimsskoðun miðaldanna,
að ekkert tímabil í veraldarsögunni befir getið sér
hana jafn-góða. Hún má heita hreinasta skuggsjá
miðaldanna. Á því vel við að lofa mönnum að skygn-
ast lítið eitt inn í þessa hrikalegu, en þó jafnframt
dýrðlegu heims-skuggsjá Dantes á sex hundraðasta
dánardægri hans.
Dante (Durante) Alighiéri er fæddur i Flórenz á
Ítalíu siðari hluta maimán. eða í byrjun júnimán.
1265. Var hann af göfugum ættum, en misti foreldra
sina á unga aldri. Iilaut hann þó ágætt uppeldi og
naul lilsagnar góðra fræðimanna, eins og t. d. Bru-
netto Latini’s. Annars vita m'enn harla lítið, og ekk-
ert áreiðanlegt, um bernsku eða sesku Dantes, nema
IÐUNN Tll. 1