Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 8
2
Á. H. B.:
IÐUNN
þetta litla, sem hann segir sjálfur frá í sambancli við
æskuástir sínar.
Hugur Dantes hneigðist snemma til skáldmenta.
Varð Virgill honum hjartfólgnastur allra latneskra
skálda. Mansöngvarnir frá Provence voru þá og farn-
ir að berast til Ítalíu. Og loks voru ítalir sjálfir farn-
ir að bera það við að yrkja á máli alþýðunnar. En
þar söng hver með sínu nefi og á sinni mállýzku,
því að Ítalía var þá sundruð í fjölda smáríkja. En
Dante varð faðir hins sameiginlega ritmáls, faðir
ítölskunnar, þessa fagra máls, sem er svo hreimlíkt
íslenzkunni bæði í söng og mæltu máli, þólt það
Hkist henni ekki að öðru leyti. Dante tók upp tosc-
önskuna, sem töluð var í hans eigin átthögum, og
var fegursta og hreinasta mállýzkan, sem þá var
töluð á Ítalíu, og gerði hana að — ítölsku.
Fyrsta ritið, sem Dante reit á ílölsku, var »Nýtt
lífcc (Vita nuova/. Ræðir það um æskuástir hans, sem
eins og sýnt mun verða, áttu eítir að hafa svo mikil
ábrif á alt líf lians og hugarfar.
Dante var ekki nema níu ára, þegar hann í fyrsta
sinni leit stúlku þá — »er margir, sem þektu ekki
nafn hennar, nefndu Beatricecc. Hafa menn getið þess
til, að þetta væri Beatrice sú, er var dóttir Falco
Portinari’s, vel metins borgara í Flórenz, en á það
eru engar sönnur færðar. Hver sem slúlka þessi var
og hvað sem hún hefir heitið, þá er hún nú fyr-
ir lof það, sem Dante hefir sungið henni og ímynd
þá, sem hann hefir úr henni gert í skáldskap sínum,
orðin frægust allra kvenna, næst Maríu, móður Jesú.
Dante sá hana stöku sinnum á uppvaxtarárunum, en
ekki töluðust þau við, svo að um sé getið, fyrri en
um það bil, er hann var 18 ára, að hún kastaði einu
sinni kveðju á hann á götu. Það vakti hann til lífs-
ins. Og eftir það tók Dante að yrkja um hana »klið-
hendurcc þær (sonettur) og söngva þá /canzonur), sem