Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Qupperneq 12
6
Á. H. B.:
IÐUNN
þeirri orustu, enda gat hann sér orðstír og mann-
virðingar fyrir það í ættborg sinni. Komst hann
brátt í borgarráðið og varð um aldamótin 1300 einn
af stjórnendum borgarinnar. En þá var aftur tekið
að brydda á innri flokkadráttum. Borgaraflokkurinn
hafði klofnað í hina svonefndu »hvítu«, þá sein voru
nær alþýðunni og vildu varðveita sjálfstæði borgar-
innar gegn yfirgangi páfa, og var Dante þar framar-
lega í fylkingarbrjósti; og hina »svörtu«, en það
voru höfðingsinnar, er nú höfðu stuðning páfa. Var
Corso Donati, mágur Dante’s, þar fremstur í flokki.
Sannaðist þá, sem oftar, að köld er mágaástin, og
urðu nú skærur miklar á milli ílokkanna og að síð-
ustu blóðsúthellingar. Dante stóð fast á móli ein-
ræðinu og afskiftuin páfa af málum borgarinnar; en
þá sendi páfinn franskan prinz, Karl frá Valois, und-
ir yfirskyni friðseminnar, ásamt 1200 riddurum til
borgarinnar, á meðan Dante var staddur í Róm sem
sendimaður ættborgar sinnar. Komust þá Corso Do-
nati og hans nótar lil valda, myrtu menn og drápu;
en Dante, ásamt mörgum öðrum samherjum sínum,
var dæmdur í háar sektir og til eignainissis og gerð-
ur útlægur, en réttdræpur, ef til hans næðist. Gerðist
alt þetla í ársbyrjun 1302.
Upp frá þessu, eða framt að þvi 20 ár, átti Dante
engan varanlegan samastað, en fór víða um land og
gisti ýmsa höfðingja í öðrum smáríkjum Ítalíu um
skemri eða lengri tíma. Gerðist hann nú keisara-sinni
mikill, er hann sá, hverju höfðingstjórnin og með-
lialdið með hinu veraldlega valdi páfa hafði til leið-
ar komið. Altaf þráði hann þó að sætlast við ætt-
borg sína og komast heim aftur, og voru nokkrar
horfur á,‘ að það mætti takast, er það vitnaðist, að
Hinrik VII. Þýzkalandskeisari kæmi lil Ítalíu til þess
að endurreisa hið þýzk-rómverska ríki. En það fór
alt í handaskolum og Hinrik VII. dó svo skömmu