Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 13
JÐUNN
Dante.
7
síðar, að hann hafði engu til leiðar komið um ein-
ingu Ítalíu. Brást þar síðasta von Dantes og var
hert á útlegðar-dómi hans fyrir hið geista fylgi hans
við keisarann, og varð hann nú, eftir sem áður, að
neyta náðarbrauðs annara. Heimþrá sinni og hörm-
um svalaði hann með ýmisskonar fræðistarfi, en þó
einkum með samningu þess hins mikla skáldrits,
sem álti eftir að afla honum ódauðlegrar frægðar.
Dante ferðaðist, það sem eftir var ævinnar, fram
og aftur um Ítalíu og fór sem landflótta maður úr
einum stað í annan. Dvaldist hann um nokkurt skeið
við háskólann i Bologna og gat sér mikla frægð fyrir
lærdóm sinn og fræðimensku. Mælt er og, að hann
hafi gengið alla leið til’Parísar. Varð hann svo fræg-
ur fyrir þessar göngur sínar, að alþýða manna trúði
því jafnvel, að hann hefði stigið niður til heljar og
upp til hinna hæstu himna. Og víst hefir Dante,
eins og síðar skal sýnt, á skáldfák sínum kannað
allar vistarverur tilverunnar. En jafnan var hann
haldinn af hinni sárustu hugarkvöl á þessu flakki
sínu, hann sem hafði verið úllægur gerr fyrir engar
sakir og hafði hvergi höfði sínu að að halla. Mælt
er, að hann á leiðinni til Parísar hafi barið að dyr-
um i klaustri einu, St. Croce del Cirvo, og að hann
hafi svarað, er hann var spurður að, hvers hann leit-
aði: — »Hvíldar!« — Honum var að vísu gefinn kostur
á því 1316, að hverfa aftur til Flórenz, en með
þeim afarkostum, að honum þótti virðingu sinni mis-
boðið og hafnaði þvi boðinu með fyrirlitningu. Loks
fann hann hvíld hjá furstanum í Ravenna og var
þar 4 síðustu ár ævi sinnar. Iiann lézt eftir stjórn-
málaferð eina til Feneyja 13. eða 14. september 1321
og var jarðsettur með konunglegri viðhöfn. En á
dánarbeði sínum lagði liann bann við því, að bein
sín yrðu nokkuru sinni flutt til Flórenz, og hefir
hún þannig í bráð og lengd orðið að sjá á bak þeim