Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 17
IÐUNN
Dante.
11
sem enginn vill líta við, og hvorki eru taldir hæfir
til himnarikis né helvítis. Enda ganga þeir Dante
fram hjá þeim með þegjandi fyrirlitningu.
þá fara þeir yfir fljótið Akeron til hins fyrsta vítis.
Er það vistarvera góðra og göfugra heiðingja og sak-
lausra barna, er ekki hafa öðlast skírn. í*ar á Vir-
gill sjálfur heima og öll höfuðskáld og spekingar
fornaldarinnar. Er þetta einskonar ódáinsakur og
þykir Dante þar gott að koma, enda er eina hegn-
ing þessara manna þráin eftir að líta auglit Guðs.
Þá koma þeir í hið annað víti, sem er vistarvera
þeirra, er syndguðu af »heitu blóði«, af breiskleika,
en ekki af köldum ásetningi, en dóu þó í synd
sinni. Berast þeir nú, líkt og í lífinu, frain og aftur
fyrir hinum heita eyðimerkurvindi ástríðunnar og
finna aldrei hvíld. Má heyra þar marga raunasög-
una. þó er sú átakanlegust, sem Fransesca da Re-
mini segir af sér og ástmanni sínum. Hún hafði ver-
ið gint til að eiga mann, sem hún ann ekki, en elsk-
aði í raun réttri bróður hans, Paolo. Fögur ástasaga,
er þau lásu saman, olli hrösun þeirra og drap eigin-
maðurinn þau, áður en þeim gæfist kostur á að gera
yfirbót. Flögra þau nú um alla eilífð fram og aftur
í faðmlögum þeim, sem þau vita að eru syndsam-
leg og eru nú orðin þeim til raunar. En Dante kemst
svo við yfir frásögn konunnar, að hann fellur í
ómegin, því að »ekkert er eins sárt og að minnast
hamingjustundanna í óhamingju sinni«.
Pá er Dante rankar við sér aftur, er hann kominn
í hið þriðja víti, sem er heimkynni sælkera og bjT-
lífismanna. Liggja þeir þar úti á víðavangi í hríðar-
byl og velta sér upp úr sínum eigin saur. Par segir
sælkeri einn frá Flórenz, að viðurnefni Ciacco (Svínið)
Dante fyrir um flokkadrættina í Flórenz og lýsir
spillingunni þar. En svo halda þeir Dante og Virgill