Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 18
12
A. H. B.:
IÐUNN
leiðar sinnar og fara að tala um dómsdag og eilift
líf, þangað til þeir koma í ríki Plútusar.
Plútus, guð auðlegðarinnar, ríkir yfir fjórða vít-
inu. Skiftist það í tvo hálfboga, heimkynni þeirra,
sem safna, og þeirra, sem ej'ða. Eru þeir jafnan að
henda stórum björgum á milli sín og ásaka hvorir
aðra. Eyðsluseggirnir segja: Hvers vegna kreistið þið
kjúkunum svo fast utan um þetta; en nirflarnir segja:
Hvers vegna sólundið þið öllu; en uppi yfir þeim
situr hin hverflynda Hamingja, drotning jarðarinnar,
og snýr hjóli hamingjunnar eftir sínum eigin geð-
þótta.
Þaðan steypist áin Styx niður í fimta vitið, niður
í forað hinna reiðigjörnu. Hafa þeir jafnan liendur í
hári hvers annars og eru að reyna að færa hvern
annan á kaf. Á meðan þeir Dante eru að fara yfir
fenin á nökkva sínum, sjá þeir mann relca höfuðið
upp úr forinni og er það helzti óvildarmaður Dan-
tes, Argenti, sá er varnaði því, að Dante yrði kvadd-
ur lieim. Virgill færir hann á kaf og segir »hinum
öðrum hundum« að halda honum niðri og gera þeir
það dyggilega, en Dante þakkar Guði fyrir.
Nú nálgast þeir Dante aðsetursstað Lúcifers, Dis,
viggirta borg, þar sem allir illræðismenn eru byrgðir
inni, og þaðan sem heyrist grátur og gnístran tanna.
Slær eldslit á borgarvegginn og varna djöflarnir og
refsinornirnar þeim inngöngu; en cngill kemur af
himnum ofan og hrindir upp borgarhliðunum. — Þá
eru þeir komnir í hið sjötta víti og er það víðáttu-
mikil slélta, þakin logandi gröfum. Er þar aðsetur
allra eiginlegra villutrúarmanna. Standa sumir þeirra
enn uppréttir í gröfunum og virðir Dante þá mikils
fyrir sálarþrek þeirra, en sumir hverfast að öðru
hvoru á kaf í eiinyrjuna, haldnir ógn og skelfingu.
Pá koma þeir að gljúfrum miklum, er liggja niður
í hið sjöunda víti. Liggur blóðtjörn hringinn í kring-