Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 19
IÐUNN
Dante.
13
um það, enda er það aðsetur allra þeirra, er hafa
úthelt blóði annara, harðstjóra, drápsmanna og morð-
ingja. Eru þeir allir baðaðir í blóði, sumir upp að
höku og sumir upp fyrir augnabrýn og eru þeir all-
ir í fyrsta sveignum. En í öðrum sveig þessa sama
vítis eru allir sjálfsmorðingjar; eru þeir líkir þyrni-
runnum eða afkvistuðum trjám og blæðir jafnan úr
sárinu, ef grein brotnar af. í þriðja hring þessa vítis
eru brunasandar og þar hafast við allir þeir, er
syndgað hafa gegn Guði, náttúrunni eða þjóð sinni.
Ofan yfir þá alla rignir eldi og brennisteini, hægt
og hægt, eins og í logndrífú.
Eftir langa göngu og ýmisleg ævintýri með fram
blóðelfinni komast þeir loks niður í hið áttunda
víti, sem er fult af djúpum gjám og gjótum. Er það
aðsetur allra svikara og hræsnara. Standa þeir á
hausnum í logagröfum sínum og sér í iljar þeirra
flestra. Þar getur að líta ýmsa páfa, eins og Nikulás
III., Bonifacíus VIII., er olli útlegð Dantes, og ýmsa
fleiri erkibófa, falsspámenn og fjárdráttar, og eru
þeir allir á kafi i sjóðandi biki, stungnir illum önd-
um. Ennþá dýpra búa hræsnararnir og eru þeir
búnir blikandi blýskikkjum, sem þeir kikna undir.
Eftir langa mæðu og miklar hrellingar lcomast þeir
Dante og Virgill að lokum niður í hið neðsta víti,
þar sem allir drottinssvikarar og sjálfur höfuðsvikar-
inn, Satan, hefir aðsetur sitt. Keyra hörmungarnar
þar úr hófi fram. Alt er þar hulið eilífum ís og
tárin frjósa á kinnum svikaranna, jafnóðum og þau
hrynja. Dýpst í þessari gjá eða geil er sjálfur Satan.
Er hann þríhöfðaður þurs og er að bryðja þrjá
höfuðsvikara, Júdas ískariot með miðkjaftinum, og
snýr hann höfðinu inn, svo að hann sjáist ekki, en
þá Cassíus og Brútus, er sviku Cæsar í trygðum,
með hiiðarkjöftunum. Ömurlegur gustur úlfúðar og
haturs næðir um þetta neðsta víti. Hraðar Virgill sér