Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 22
16
Á. H. B.:
IÐUNN
jarðneskra ásta og skert með því sálarheill sína og
fullkomnun. Á fjórða hvelinu, sólarhvelinu, búa þeir,
er stutt hafa kristnina með kenningum sínum; líta
verur þessar út sem blikandi baugar og eru 12 að
tölu; helztur þeirra er Thomas frá Aquino, sá er
kom heimsskoðun kirkjunnar í fastar skorður. Á iimta
hvelinu, Marzhvelinu, búa stríðshetjur guðs, allir þeir,
er þolað hafa píslarvætti fyrir trúna. Mynda píslar-
vottarnir glitrandi kross og líður himneskur söngur
út frá krossinum. í sjötta himninum, á Júpiters-
hvelinu búa þeir, er hafa sýnt sig að mestu réttlæti
og miskunnsemi á jörðunni; eru það aðallega dóm-
arar og konungar. Mynda þeir mikilfenglegan örn
með útþanda vængi; mælir örninn mannsmáli og
rómar verk hinna réttlátustu manna. í sjöunda himni,
á Satúrnshveli búa þeir, sem lifað hafa lífi sinu í
guðrækilegum hugleiðingum. En í átlunda himninum,
á fastastjörnuhvelinu býr Kristur og hin sigrandi
kirkja. Stígur hann nú með Maríu guðsmóður upp í
níunda himin, upp á krystalshvelið, og er Dante leyft
að veita þeim eftirför. En þar uppi yfir birtist honum
»hin mjallhvíta himinrós«, sem er samfélag englanna
og hinna útvöldu við Guð. Stiga hersveitir himnanna
þar dans kringum náðarstól Drottins. Sól þessi er til
að sjá sem þrefaldur geislabaugur, þar sem einn
baugurinn geislar út frá öðrum og ekkert verður
sundur greint. En svo er að hyggju Danf'es hinni
guðlegu þrenningu farið. Dýrð hennar verður ekki
með orðum lýst. En á meðan Dante er að virða fyr-
ir sér dásemd hennar, er eins og eitthvert hugarleift-
ur smjúgi sál hans. Honum skilst nú, að hin guð-
lega ást muni gefa öllu máltinn til þess að lifa og
hrærast og því endar »Guðdómlegi leikurinn« á þess-
um Ijóðlínum:
— Mér andagiftin brást meö öllu hér;
en eins og^hjól, sem snýst á hveli förnu,